Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Hvammar í Fellabæ

Málsnúmer 202201053

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 45. fundur - 02.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ frá árinu 2009.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir húseigendum við Fjóluhvamm 1, 2, 3 og Smárahvamm 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49. fundur - 16.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ þar sem gert er ráð fyrir einbýlishúsalóð í stað parhúsalóðar að Fjóluhvammi 4.
Breytingin var grenndarkynnt í samræmi við ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2. febrúar til 7. mars 2022. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til athugasemdar sem barst á kynningartíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ, ásamt fyrirliggjandi drögum að umsögn um fram komnar athugasemdir, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 20. fundur - 24.03.2022

Fyrir liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ þar sem gert er ráð fyrir einbýlishúsalóð í stað parhúsalóðar að Fjóluhvammi 4.
Breytingin var grenndarkynnt í samræmi við ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2. febrúar til 7. mars 2022 og barst ein athugasemd á kynningartíma.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.3. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ, ásamt fyrirliggjandi drögum að umsögn um fram komnar athugasemdir, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir tillögur umhverfis- og framkvæmdaráðs og felur skipulagssviði að senda umsagnir við innsendum erindum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur athugasemd sem barst eftir að athugasemdafresti lauk vegna grenndarkynningar á óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ. Jafnframt liggur fyrir ráðinu athugasemd við umsögn um athugasemd sem barst á kynningartíma breytinganna. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fram komna athugasemd við grenndarkynningu, en telur sér ekki fært að bregðast við henni þar sem hún kom fram eftir að frestur rann út og afgreiðslu annarra athugasemda er lokið.
Vegna fram kominnar athugasemdar við umsögn ráðsins við athugasemd við grenndarkynningu vísar ráðið alfarið á bug þeim ávirðingum sem þar eru settar fram en felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdinni efnislega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?