Fara í efni

Framkvæmdir við Borgarfjarðarhöfn

Málsnúmer 202203083

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 21. fundur - 10.03.2022

Hluti heimastjórnar fundaði með fulltrúum frá Siglingasviði Vegagerðarinnar 1.mars síðastliðinn á Borgarfirði. Þar voru fyrirhugaðar framkvæmdir í höfninni kynntar. Að óbreyttu verður fyrsti áfangi framkvæmdanna að dýpka innsiglinguna og fjarlægja Sýslumannsboða og verður sá þáttur verksins boðinn út á næstunni. Í framhaldi af því eru uppi hugmyndir um að koma fyrir nýrri löndunaraðstöðu til móts við Hafnarhúsið, stytta núverandi löndunarbryggju svo auka megi viðlegupláss þar á móti í átt að tunnunni sem fyrir er í innsiglungunni. Fram kom á fundinum að fyrri plön um lengingu Skarfaskersgarðs virðast óþörf og mögulegt að öðrum verkþáttum framkvæmdanna verði forgangsraðað framyfir lenginguna.

Þá fóru fulltrúar Vegagerðarinnar jafnframt yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við sjóvarnir á svæðinu í Njarðvík, fyrir neðan Blábjörg og í höfninni.

Lagt fram til kynningar

Heimastjórn Borgarfjarðar - 23. fundur - 09.05.2022

Fyrir liggur minnisblað frá Vegagerðinni er varðar framkvæmda ? og kostnaðaráætlun fyrirhugaðra framkvæmda í bátahöfninni á Borgarfirði eystri.

Fyrirhuguðum framkvæmdum má skipta í dýpkun hafnar, nýja löndunarbryggju, tunnu við garðsenda við hlið núverandi tunnu, stytting núverandi löndunarbryggju og lenging Hólmabryggju.

Heimastjórn fagnar framlagðri framkvæmdaáætlun og beinir því til Vegagerðarinnar að reynt verði að ná fram samlegðaráhrifum í verkþáttum þar sem hægt er.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55. fundur - 18.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur framkvæmda- og kosnaðaráætlun vegna framkvæmda við Borgarfjarðarhöfn. Jafnframt er lagður fram til kynningar undirritaður verksamningur og verkáætlun vegna dýpkun hafnarinnar.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 28. fundur - 06.10.2022

Mikið brim gerði á Borgarfirði 25. og 26. september. Vegna framkvæmda í Borgarfjarðarhöfn var sogið í höfninni meira en áður hefur verið og litlu munaði að stórtjón yrði.

Heimastjórn vill ítreka mikilvægi þess að haldið verði áfram með samþykktar framkvæmdir í Borgarfjarðarhöfn sem og sjóvarnir við Blábjörg og Njarðvík sem fyrst til að lágmarka áhættu á tjóni á framkvæmdatíma.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?