Fara í efni

Húsnæði sveitarfélaganna Múlaþings og Fljótsdalshrepps á Hallormsstað - Fjósakambur 8b

Málsnúmer 202205046

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Fyrir lá erindi frá Hallormsstaðaskóla varðandi mögulega leigu á húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að til skoðunar er, ásamt fulltrúum Fljótsdalshrepps, möguleg sala á umræddri eign beinir sveitarstjórn Múlaþings því til byggðaráðs Múlaþings að afstaða til fyrirliggjandi erindis verði tekin, að höfðu samráði við fulltrúa Fljótsdalshrepps, er mat á virði umræddrar eignar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 53. fundur - 14.06.2022

Fyrir liggur verðmat á umræddri eign.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum og leggja málið fyrir á ný er niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Byggðaráð Múlaþings - 54. fundur - 21.06.2022

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa Fljótsdalshrepps um framtíðarstefnu varðandi húsnæði sveitarfélaganna á Hallormsstað. Einnig liggur fyrir mat á mögulegu söluverði umræddra eigna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga samþykkir byggðaráð Múlaþings að húsnæði sveitarfélaganna Múlaþings og Fljótsdalshrepps á Hallormsstað, Fjóskambur 8b, verði sett í söluferli. Sveitarstjóra falin framkvæmd málsins í samstarfi við fulltrúa Fljótsdalshrepps.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 56. fundur - 16.08.2022

Fyrir liggur staðfesting á því að sveitarstjórn Fljótsdalshrepps samþykkir að íbúðir sveitarfélaganna verði seldar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að sveitarfélögin Múlaþing og Fljótsdalshreppur eru sammála um að selja íbúðir sveitarfélaganna við Fjósakamb 8 í Hallormsstað felur byggðaráð Sveitarstjóra framkvæmd málsins fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?