Fara í efni

Stefnumótun og greining varðandi skemmtiferðaskipakomur á Austurlandi

Málsnúmer 202208129

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 43. fundur - 08.02.2024

Björn Ingimarsson sveitarstjóri sat fundinn undir þessum lið fór yfir samantekt á viðhorfskönnun íbúa í Múlaþingi til komu skemmtiferðaskipa og breytingar á stefnumörkun hafnanna. Breytingin snýr að því að setja hámarksfjölda á komu farþega með skemmtiferðaskipum í höfnum Múlaþings en hámarksfjöldi farþega á degi hverjum er nú 3500 á Seyðisfirði samkvæmt bókun umhverfis-og framkvæmdaráðs frá 106.fundi

Heimastjórn fagnar því að íbúar telji almennt jákvæð áhrif vera af komum skemmtiferðaskipa og telur hámarksfjölda á dag vera hæfilegan. Heimastjórn
hvetur hafnarstjórn að vinna að því úrbótum á innviðum svo sem merkingum á salernisaðstöðu, uppbyggingu göngustíga að Gufufossi sem og öðrum þeim þáttum sem fram koma í könnuninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 09:40

Heimastjórn Djúpavogs - 46. fundur - 08.02.2024

Fyrir fundinum lá samantekt á niðurstöðum viðhorfskönnunar íbúa í Múlaþingi til komu skemmtiferðaskipa.

Heimastjórn á Djúpvogi finnst mikilvægt að nú liggi fyrir hvert viðhorf íbúa til komu skemmtiferðaskipa er og leggur áherslu á að brugðist verði við ábendingum um hvað megi betur fara og að áfram verði unnið að því sem vel er gert.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 43. fundur - 08.02.2024

Fyrir liggur samantekt á niðurstöðum viðhorfskönnunar sem framkvæmd var í nóvember til desember 2023 meðal íbúa sveitarfélagsins, um komu skemmtiferðaskipa til Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 45. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur niðurstaða könnunar um viðmót íbúa gagnvart skemmtiferðaskipakomum í Múlaþingi.

Inn á fund heimastjórnar kom Aðalheiður Borgþórsdóttir og ræddi niðurstöður könnunarinnar sem og stefnumótun sveitarfélagsins í málaflokknum.

Heimastjórn þakkar Aðalheiði fyrir komuna og fyrir gott spjall. Sumarið 2024 eru bókaðar 21 skipakoma til Borgarfjarðar.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 10:45
Getum við bætt efni þessarar síðu?