Fara í efni

Deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi

Málsnúmer 202208140

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 29. fundur - 12.09.2022

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma erindinu til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings til frekari skoðunar.

Heimastjórn Djúpavogs - 38. fundur - 01.06.2023

Í ljósi stóraukinnar umferðar ferðafólks og uppbyggingar í atvinnulífi á Djúpavogi telur heimastjórn á Djúpavogi brýnt að hafist verði handa sem fyrst við deiliskipulag miðbæjarins. Heimastjórn beinir þeim tilmælum til umhverfis- og framkvæmdaráðs að þeirri miklu og góðu vinnu sem fór af stað á sínum tíma verði haldið áfram og að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2024 verði fjármagn til verkefnisins tryggt.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87. fundur - 19.06.2023

Á 38. fundi heimastjórnar Djúpavogs var samþykkt að beina því til umhverfis- og framkvæmdaráðs við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2024 verði tryggt fjármagn til gerðar deiliskipulags fyrir miðbæ Djúpavogs.

Máli frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 90. fundur - 14.08.2023

Á 38. fundi heimastjórnar Djúpavogs var samþykkt að beina því til umhverfis- og framkvæmdaráðs við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2024 verði tryggt fjármagn til gerðar deiliskipulags fyrir miðbæ Djúpavogs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir mikilvægi þess að unnið verði deiliskipulag fyrir miðbæ Djúpavogs í ljósi aukinnar umferðar ferðafólks auk annarrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu.
Ráðið vísar ábendingunni til frekari umfjöllunar um forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2024.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 41. fundur - 07.09.2023

Fyrir fundinum lá eftirfarandi bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi sem samþykkt var samhljóða 14. ágúst:

"Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir mikilvægi þess að unnið verði deiliskipulag fyrir miðbæ Djúpavogs í ljósi aukinnar umferðar ferðafólks auk annarrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Ráðið vísar ábendingunni til frekari umfjöllunar um forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2024."

Heimastjórn á Djúpavogi lýsir yfir ánægju sinni með afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og er tilbúin til samstarfs um verkefnið þegar þar að kemur.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?