Fara í efni

Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað- mál nr. 2022-034530

Málsnúmer 202209129

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 28. fundur - 06.10.2022

Fyrir liggur beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað frá Blábjörgum ehf.

Heimastjórn hefur fyrir sitt leyti ekkert við veitingu leyfisins að athuga og vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 28. fundur - 11.10.2022

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 14. september 2022, vegna umsóknar Blábjargar ehf, kt. 710506-0430, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Blábjörgum, Borgarfirði eystra, fnr. 217-4506. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Eyþór Stefánsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings veitir jákvæða umsögn um sölu áfengis á framleiðslustað að Blábjörgum, Borgarfirði eystra, fnr. 217-4506, sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda. Salan er heimil milli kl. 14.00 og 23.00 en skal að öðru leiti fara fram í samræmi við reglugerð nr. 800/2022.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlands, skipulagsfulltrúa Múlaþings, jákvæð umsögn byggingarfulltrúa með fyrirvara, heimastjórnar Borgarfjarðar eystra og brunavarna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

Heimastjórn Borgarfjarðar - 41. fundur - 09.11.2023

Fyrir liggur beiðni um umsögn frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna endurnýjunar leyfis til sölu áfengis á framleiðslustað frá Blábjörgum ehf.

Heimastjórn hefur fyrir sitt leyti ekkert við veitingu leyfisins að athuga og vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi , dagsett 1. nóvember 2023, vegna umsóknar frá Blábjörgum ehf., kennitala 7105060430, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Blábjörgum, Borgarfirði eystri, fnr.217-4506. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli áfengislaga nr.75/1998, sbr. 35/2022 og reglugerðar nr. 800/2022 um sölu áfengis á framleiðslustað veitir sveitarstjórn Múlaþings jákvæða umsögn um sölu áfengis á framleiðslustað að Blábjörgum, Borgarfirði eystri, fnr.217-4506, sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda. Salan er heimil milli kl. 12.00 og 23.00 en skal að öðru leiti fara fram í samræmi við reglugerð nr. 800/2022.
Sveitarstjórn staðfestir að starfsemin er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram, sbr. umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Jafnframt staðfestir sveitarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Þá staðfestir sveitarstjórn að kröfum um brunavarnir er fullnægt, sbr. umsögn Brunavarna á Austurlandi og að starfsemin er í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?