Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

28. fundur 11. október 2022 kl. 14:00 - 16:10 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
 • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 202206013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, dagsett 21.09.2022, frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara þar sem skorað er á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteingamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson

Lagt fram til kynningar.

2.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson og Hildur Þórisdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir hér með á að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000 með lokagjalddaga þann 20. mars 2039 í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggur fyrir fundinum og sveitarstjórn hefur kynnt sér og er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir að til tryggingar á láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við Sláturhúsið Menningarmiðstöð og endurfjármögnun á afborgunum ársins hjá sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Múlaþings að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Saga Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209233Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá fulltrúum áhugamannahóps um ritun sögu Seyðisfjarðar þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið komi að verkefninu með formlegri þátttöku í undirbúningsnefnd sem og með fjárframlagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings fagnar þeirri jákvæðu vinnu er hafin er varðandi ritun sögu Seyðisfjarðar og vísar erindinu til byggðaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ)

4.Umsagnarferli vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað fyrir Blábjörg ehf.

Málsnúmer 202209129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dagsett 14. september 2022, vegna umsóknar Blábjargar ehf, kt. 710506-0430, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Blábjörgum, Borgarfirði eystra, fnr. 217-4506. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Eyþór Stefánsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings veitir jákvæða umsögn um sölu áfengis á framleiðslustað að Blábjörgum, Borgarfirði eystra, fnr. 217-4506, sem er að rúmmáli meira en 12% af hreinum vínanda. Salan er heimil milli kl. 14.00 og 23.00 en skal að öðru leiti fara fram í samræmi við reglugerð nr. 800/2022.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Austurlands, skipulagsfulltrúa Múlaþings, jákvæð umsögn byggingarfulltrúa með fyrirvara, heimastjórnar Borgarfjarðar eystra og brunavarna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

5.Orkuöryggi og fjarskipti

Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer

Fyrir liggja bókanir heimastjórna Djúpavogs og Fljótsdalshéraðs, dags. 06.10.22, þar sem því er, annars vegar, beint til sveitarstjórnar að leitað verði skýringa varðandi síendurteknar og langvarandi truflanir á veitukerfi Rarik og fjarskiptasambandi á svæðinu og, hins vegar, að gerð verði krafa um að uppbyggingu raforkuinnviða og þrífasavæðingu í dreifbýli verði flýtt.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í bókunum heimastjórna Djúpavogs og Fljótsdalshéraðs varðandi síendurteknar og langvarandi truflanir á veitukerfi Rarik og fjarskiptasambandi á svæðinu auk mikilvægi þess að uppbyggingu raforkuinnviða og þrífasavæðingu í dreifbýli verði flýtt. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við Innviðaráðuneyti og Rarik.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Barnvænt samfélag, fulltrúar

Málsnúmer 202210036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að velja tvo fulltrúa, einn úr meirihluta og annan úr minnihluta, í stýrihóp Barnvæns sveitarfélags.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson og Guðný Lára Guðrúnardóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við samkomulag á milli sveitarfélagsins Múlaþings, mennta- og barnamálaráðuneytisins og UNICEF á Íslandi um framkvæmd verkefnisins Barnvæn sveitarfélög, er undirritað var 11. mars 2022, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fulltrúar meiri- og minnihluta í stýrihóp Barnvæns sveitarfélags verði:

Fulltrúi meirihluta: Guðný Lára Guðrúnardóttir
Fulltrúi minnihluta: Þröstur Jónsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Framkvæmdir við nýjan leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202106176Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu framkvæmda og kostnað við nýjan leikskóla í Fellabæ

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Lagt fram til kynningar.

8.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

9.Byggðaráð Múlaþings - 60

Málsnúmer 2209011FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn vegna liðar 10 og Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn Þrastar

Lagt fram til kynningar.


10.Byggðaráð Múlaþings - 61

Málsnúmer 2209019FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Byggðaráð Múlaþings - 62

Málsnúmer 2209025FVakta málsnúmer

Til máls tók. Hildur Þórisdóttir vegna liðar 5.

Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 63

13.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 64

Málsnúmer 2209022FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn vegna liðar 5 og Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar.

Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 65

Málsnúmer 2209026FVakta málsnúmer

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir vegna liðar 5.

Lagt fram til kynningar.

15.Fjölskylduráð Múlaþings - 51

Málsnúmer 2209015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð Múlaþings - 52

Málsnúmer 2209023FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Heimastjórn Borgarfjarðar - 28

Málsnúmer 2210001FVakta málsnúmer

Til máls tóku vegna liðar 3: Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Eyþór Stefánsson sem svaraði fyrirspurn Þrastar, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson og Hildur Þórisdóttir.

Lagt fram til kynningar.

18.Heimastjórn Djúpavogs - 30

Málsnúmer 2209020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 27

Málsnúmer 2209027FVakta málsnúmer

Til máls tóku vegna liðar 4: Helgi Hlynur Ásgrímsson bar upp fyrirspurn, Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn Helga Hyns, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir bar upp fyrirspurn, Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson sem kom með andsvar

Lagt fram til kynningar.

20.Ungmennaráð Múlaþings - 16

Málsnúmer 2209017FVakta málsnúmer

Til máls tók: Björn Ingimarsson

Lagt fram til kynningar.

21.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?