Fara í efni

Orkuöryggi og fjarskipti

Málsnúmer 202210015

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 30. fundur - 06.10.2022

Undanfarið hafa orðið síendurteknar og langvinnar truflanir á veitukerfi Rarik og fjarskiptasambandi á svæðinu.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn á Djúpavogi lýsir yfir miklum áhyggjum af síendurteknum truflunum á veitukerfi Rarik og fjarskiptasambandi á svæðinu undanfarnar vikur. Ástandið hefur haft í för með sér mikil óþægindi hvort tveggja fyrir íbúa og atvinnlulíf á svæðinu auk þess sem það er út frá öryggissjónarmiðum óásættanlegt. Heimastjórn beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að leitað verði skýringa hjá þjónustuaðilum sem um ræðir og að úrbætur fylgi í kjölfarið.

Sveitarstjórn Múlaþings - 28. fundur - 11.10.2022

Fyrir liggja bókanir heimastjórna Djúpavogs og Fljótsdalshéraðs, dags. 06.10.22, þar sem því er, annars vegar, beint til sveitarstjórnar að leitað verði skýringa varðandi síendurteknar og langvarandi truflanir á veitukerfi Rarik og fjarskiptasambandi á svæðinu og, hins vegar, að gerð verði krafa um að uppbyggingu raforkuinnviða og þrífasavæðingu í dreifbýli verði flýtt.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í bókunum heimastjórna Djúpavogs og Fljótsdalshéraðs varðandi síendurteknar og langvarandi truflanir á veitukerfi Rarik og fjarskiptasambandi á svæðinu auk mikilvægi þess að uppbyggingu raforkuinnviða og þrífasavæðingu í dreifbýli verði flýtt. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við Innviðaráðuneyti og Rarik.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 36. fundur - 05.04.2023

Kári Snær Valtingojer, frá verkundirbúnings- og rekstrarsviði Rarik, gerði grein fyrir fyrirhuguðum þriggja fasa strenglögnum á vegum Rarik á Berufjarðarströnd í sumar sem gert er ráð fyrir að nái inn að Kelduskógum í þessum áfanga og svaraði spurningum heimastjórnar.

Heimastjórn lýsir yfir ánægju sinni með frumkvæði Rarik að því að upplýsa um fyrirætlanir fyrirtækisins á svæðinu en lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með að þær muni ekki ná lengra og að næsti áfangi sé ekki fyrirhugaður fyrr en 2028.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Kári Snær Valtingojer - mæting: 10:00

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 83. fundur - 24.04.2023

Kári Snær Valtingojer, frá verkundirbúnings- og rekstrarsviði Rarik, gerði grein fyrir fyrirhuguðum þriggja fasa strenglögnum á vegum Rarik á Berufjarðarströnd í sumar sem gert er ráð fyrir að nái inn að Kelduskógum í þessum áfanga.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Kári Snær Valtingojer - mæting: 09:00

Heimastjórn Djúpavogs - 37. fundur - 04.05.2023

Kári Snær Valtingojer, frá verkundirbúnings- og rekstrarsviði Rarik og Örvar Ármannsson deildarstjóri rekstrarsviðs á Austurlandi gerðu grein fyrir stöðu þriggja fasa strenglagnar í Berufirði í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu kærunefndar um útboðsmál vegna málsins. Bráðabirgðaiðurstaða nefndarinnar er að útboðið hafi ekki uppfyllt skilyrði og að bjóða hefði átt verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Þessi niðurstaða hefur í för með sér að verkinu seinkar líklega um eitt ár.

Heimastjórn harmar þær tafir sem þetta kemur til með að hafa í för með sér en fagnar jafnframt því, sem fulltrúar Rarik upplýstu á fundinum, að nú skuli stefnt að því að strenglögn frá Núpi í Fossárdal skuli lokið 2025 í stað 2028 eins og áður var gert ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Kári Snær Valtingojer - mæting: 10:00
  • Örvar Ármannsson - mæting: 10:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?