Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

30. fundur 06. október 2022 kl. 11:00 - 12:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Sveinn Kristján Ingimarsson varamaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Afmæli Stefáns Jónssonar

Málsnúmer 202209170Vakta málsnúmer

(KI vék af fundi undir þessum lið.) Heimastjórn á Djúpavogi líst vel á verkefnið og felur starfsmanni sínum að fylgja málinu eftir.

2.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

(KI kom aftur til fundar.) Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á virka upplýsingagjöf og gott samband við íbúa og hyggst halda íbúafundi reglulega. Fram kom tillaga um að boða íbúafundi með eftirfarandi hætti nú í haust: 19. október fyrir þéttbýlið á Djúpavogi, 26. október fyrir dreifbýlið í Berufirði og 2. nóvember fyrir dreifbýlið í Hamarsfirði og Álftafirði. Verður auglýst nánar síðar. Samþykkt samhljóða.

3.Þjónusta við ferðafólk á Djúpavogi

Málsnúmer 202210003Vakta málsnúmer

Heimastjórn ræddi þær áskoranir og viðfangsefni sem fylgja stórauknum fjölda ferðafólks í þorpinu. Undanfarið hafa m.a. staðið yfir viðræður við Kjörbúðina/Samkaup um málið.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á að innviðir í þorpinu verði styrktir til samræmis við þann aukna fjölda ferðafólks sem heimsækir staðinn. Þar er átt við salernisaðstöðu, umferðarstýringu, öryggi vegfarenda o.fl. Miklu skiptir að tryggja gott samstarf um verkefnið s.s. við íbúa, verslunar- og þjónustuaðila og stofnanir sveitarfélagsins. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir í samráði við heimastjórn.

4.Orkuöryggi og fjarskipti

Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer

Undanfarið hafa orðið síendurteknar og langvinnar truflanir á veitukerfi Rarik og fjarskiptasambandi á svæðinu.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn á Djúpavogi lýsir yfir miklum áhyggjum af síendurteknum truflunum á veitukerfi Rarik og fjarskiptasambandi á svæðinu undanfarnar vikur. Ástandið hefur haft í för með sér mikil óþægindi hvort tveggja fyrir íbúa og atvinnlulíf á svæðinu auk þess sem það er út frá öryggissjónarmiðum óásættanlegt. Heimastjórn beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að leitað verði skýringa hjá þjónustuaðilum sem um ræðir og að úrbætur fylgi í kjölfarið.

5.Upplýsingagjöf til íbúa

Málsnúmer 202210002Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á að upplýsingagjöf til íbúa sé regluleg og markviss.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn á Djúpavogi beinir þeim tilmælum til stofnana og sviða innan sveitarfélagsins að fyrirhugaðar framkvæmdir, viðburðir og annað sé kynnt tímanlega og með greinargóðum hætti. Starfsmanni heimastjórnar falið að fylgja málinu eftir.

6.Umsókn um svæði til notkunar fyrir hestaíþróttir

Málsnúmer 202110214Vakta málsnúmer

Drög að minnisblaði varðandi svæði til notkunar fyrir hestaíþróttir lagt fram til kynningar. Starfsmanni falið að boða skipulagsfulltrúa til næsta fundar heimastjórnar til að fara yfir málið.

7.Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 202208159Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við uppfærslu á fjallskilasamþykkt.

8.Stjórn Styrktarsjóðs Snorra Gíslasonar - Fundargerðir

9.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi fór yfir helstu verkefni og stöðu mála á svæðinu.

Notó: Samþykkt hefur verið að nytjamarkaður foreldrafélagsins fái inni í Faktorshúsinu þar til annað verður ákveðið.

Cittaslow: Cittaslow sunnudagurinn verður haldinn hátíðlegur 9. október en honum var seinkað vegna veðurs. Stefnt er að því að fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi taki við fljótlega sem tengiliður og hafi umsjón með Cittaslow.

Malbikun við Djúpavogshöfn: Stefnt er að því að fljótlega verði malbikað til bráðabirgða plan á bryggjunni svo hægt verði að þjónusta báta í Djúpavogshöfn þar til bryggjudekkið verður steypt á næsta ári.

Starfsmannamál: Eva Björk Hlöðversdóttir mun láta af störfum á skrifstofunni í Geysi eigi síðar en 1. desember. Starf hennar hefur verið auglýst.

Skógræktin: Mikið tjón varð í skógræktinni í óveðrinu sem gekk yfir fyrir fáum dögum. Verið er að skoða með hvaða hætti sveitarfélagið muni koma til aðstoðar.

Ormahreinsun hunda og katta: Stefnt er að því að ormahreinsun fari fram fljótlega og verður það auglýst eins og verið hefur.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Sótt hefur verið um tvö verkefni á vegum sveitarfélagsins. Annars vegar um styrk vegna lagningar göngustígs inn í skógrækt úr þorpinu og hins vegar vegna hönnunar og útfærslu á stígakerfi í þorpinu öllu og nágrenni.

Hávaðamengun í Djúpavogshöfn: Áfram er leitað leiða til að minnka hávaða frá höfninni. Þegar hefur verið brugðist við með því að keyra minni ljósavél í brunnbátnum þegar þannig stendur á. Einnig er ert ráð fyrir að skipið liggi við bryggju í Innri-Gleðivík þegar aðstæður leyfa og að það liggi ekki lengur í gömlu höfninni en nauðsyn krefur hverju sinni. Stefnt er að því að bæta hljóðeinangrun frá vélarúmi þegar skipið fer til Noregs að lokinni slátrun nú í vetur. Ljóst er að knýjandi er orðið að koma á landtengingum fyrir stærri skip sem liggja í Djúpavogshöfn.

Þriggja fasa rafmagn: Þessa dagana er verið að leggja 3ja fasa rafmagn frá Djúpavogi inn að Bragðavöllum. Fyrr í haust var lagt frá Teigarhorni út á Djúpavog. Stefnt er að því í næsta áfanga að leggja frá Núpi og inn eftir Berufjarðarströnd. Hversu langt og hvenær er enn óljóst.

Lögreglan í Geysi: Lögreglan mun opna aðstöðu sína í Geysi fljótlega. Unnið er að breytingum á innréttingum og ýmsum tæknimálum. Gengið verður inn á lögreglustöðina um framdyrnar á Geysi og breytingar á pallinum og aðkomu verða gerðar á næstu dögum.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?