Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

83. fundur 24. apríl 2023 kl. 08:30 - 11:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
Starfsmenn
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Kynning á hringrásarhagkerfinu og lausnum fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202303033Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála kynnir nánari útfærslu á þeirri leið sem rædd var á síðasta fundi ráðsins hvað varðar sorphirðu í samræmi við breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu frá verkefnastjóra umhverfismála og felur henni í samráði við framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma henni til framkvæmdar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 09:20

2.Orkuöryggi og fjarskipti

Málsnúmer 202210015Vakta málsnúmer

Kári Snær Valtingojer, frá verkundirbúnings- og rekstrarsviði Rarik, gerði grein fyrir fyrirhuguðum þriggja fasa strenglögnum á vegum Rarik á Berufjarðarströnd í sumar sem gert er ráð fyrir að nái inn að Kelduskógum í þessum áfanga.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Kári Snær Valtingojer - mæting: 09:00

3.Fellavöllur og vallarhús

Málsnúmer 202011110Vakta málsnúmer

Jóhann Harðarson, formaður knattspyrnudeildar Hattar, kynnir hugmyndir um fyrirhugaða uppbyggingu á Fellavelli. Jafnframt fer formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs yfir drög að samningi milli sveitarfélagsins og byggingarfélagi Hattar vegna verkefnisins.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Jóhann Harðarson - mæting: 10:00

4.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti Jónína Brynjólfsdóttir máls á vanhæfi sínu sem framkvæmdastjóri Tækniminjasafns Austurlands við umræður og afgreiðslu hvað varðar Engró (liður A í dagskrá). Varaformaður bar tillögu þess efnis upp til atkvæða sem var samþykkt samhljóða. Jónína vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þess hluta málsins sem snýr að Engró. Þórhallur Borgarson tók við stjórn fundarins undir þessum lið.

Björn Ingimarsson, hafna- og sveitarstjóri, kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir hugmyndir sem hafa verið til skoðunar hjá Höfnum Múlaþings varðandi annars vegar mögulegt framsal á eign hafna Múlaþings í Engró til nýs eiganda (liður A) og hins vegar húsnæði er varða þjónustu í höfnunum (liðir B og C).
Hugmyndirnar ganga út á það að hafna- og sveitarstjóri fái umboð til að framselja þá eign í Engró er varð fyrir foktjóni í vetur til Tækniminjasafnsins ásamt tryggingarbótum að frádregnu því sem ráðstafað hefur verið í endurbætur og fyrirhugað er að ráðstafa til endurbóta á geymsluhúsnæði á staðnum (Skemma). Jafnframt að hafna- og sveitarstjóri fái umboð til að láta færa húseignina Bakka 3 á Djúpavogi (Sætún) yfir til Hafna Múlaþings til eignar og þar muni verða komið fyrir snyrtiaðstöðu til að þjónusta ferðamenn. Hafna- og sveitarstjóri fá umboð til að sjá til þess að kjallari Gamla ríkisins á Seyðisfirði verði í umsjón og rekstri Hafna Múlaþings og að þar verði útbúin þjónustuaðstaða fyrir báta, smærri skip og skútur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram við lið A:
Umhverfis og framkvæmdaráð veitir Hafnar-og sveitarstjóra umboð til að framselja þá eign í Engró er varð fyrir foktjóni í vetur til Tækniminjasafnsins ásamt tryggingarbótum að frádregnu því sem ráðstafað hefur verið í endurbætur og fyrirhugað er að ráðstafa til endurbóta á geymsluhúsnæði á staðnum (Skemma).

Samþykkt samhljóða.

Jónína Brynjólfsdóttir kom aftur til fundar og tók við stjórn fundarins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram við liði B og C:
Hafna- og sveitarstjóra falið að vinna áfram að framsali Bakka 3 á Djúpavogi yfir til hafna Múlaþings ásamt því að koma uppbyggingu, umsjón og rekstri kjallara gamla ríkisins á Seyðisfirði í umsjón og rekstur hafna Múlaþings.
Málið verður tekið fyrir að nýju þegar endanlegar útfærslur liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30

5.Verndarsvæði í byggð, Djúpivogur

Málsnúmer 202209190Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið og kynnir minnisblað varðandi verndarsvæði í byggð á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að útfæra nánar þau atriði sem eru útlistuð í minnisblaðinu og fela í sér breytingu á skipulagsmörkum verndarsvæðisins hvað varðar Kirkjuaurinn og Bjarg. Svæðið mun eftir sem áður tilheyra hverfisvernd í gildandi aðalskipulagi Djúpavogshrepps.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulag, Djúpivogur, athafnalóðir

Málsnúmer 202109084Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga nýs deiliskipulags athafna- og hafnarsvæðis við Innri-Gleðivík á Djúpavogi var kynnt í mars og athugasemdafrestur til og með 14. apríl 2023. Lagðar eru fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem hafa borist við tillöguna.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

7.Deiliskipulag, Selskógur

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Nýtt deiliskipulag útivistarsvæðis í Selskógi hefur verið auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið var auglýst til og með 30. mars sl. og eru lagðar fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust við skipulagið.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa deiliskipulagstillögunni til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Ferjukíll 2a

Málsnúmer 202304106Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Egilsstaða 1 (L157580) sem fær heitið Ferjukíll 2a.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Davíðsstaðir 2

Málsnúmer 202304107Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá. Stofna á verslunar- og þjónustulóð úr Davíðsstaða 1 (L218548) sem fær heitið Davíðsstaðir 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Uppsalir 1 og Brekkubrún

Málsnúmer 202304115Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á tvær lóðir úr landi Uppsala (L158103) sem fá heitin Uppsalir 1 og Brekkubrún.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Sólbakki 2

Málsnúmer 202302097Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Sólbakka (L157267) sem fær heitið Sólbakki 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?