Fara í efni

Forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202211068

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri leggur fram drög að forgangsröðun skipulagsverkefna fyrir árið 2023 þar sem gert er ráð fyrir að næstu nýju deiliskipulagsverkefni á vegum sveitarfélagsins verði íbúðahverfi við Hammersminni í Djúpavogi og norðan Reynihvamms og Dalbrúnar í Fellabæ.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 105. fundur - 22.01.2024

Fyrir ráðinu liggur tillaga að áætlun um forgangsröðun nýrra deiliskipulagsverkefna á vegum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að forgangsröðun nýrra deiliskipulagsverkefna, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 47. fundur - 06.03.2024

Lagt fram til kynningar forgangsröðun skipulagsverkefna hjá Múlaþingi.
Nýtt deiliskipullag við Hammersminni er áætlað 2025, en einnig er áætlað að fara í deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi og deiliskipulag fyrir nýtt hesthúshverfi á Djúpavogi en sú vinna er ekki tímasett í þessari forgangsröðun.

Heimastjórn gerir athugasemdir við að vinna við deiliskipulag á miðbæjarsvæði Djúpavogs sé ekki í forgangi. Vegna síaukinnar umferðar um miðbæinn sé nauðsynlegt að klára skipulagsvinnu sem hófst fyrir sameiningu sveitarfélaganna 2020.
Bent er á eldri bókanir frá Umhverfis og framkvæmdaráði (14.08.2023 90. fundur) og Heimastjórn (07.09.2023 41. fundur) um sama mál.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 45. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur minnisblað frá verkefnisstjóra skipulagsmála um forgangsröðun skipulagsverkefna í Múlaþingi.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?