Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

139. fundur 03. febrúar 2025 kl. 08:30 - 11:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur

Málsnúmer 202501231Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Í upphafi máls vakti ÞB athygli á mögulegu vanhæfi sínu sem starfsmaður Isavia Innanlandsflugvalla ehf. undir þessum lið ásamt lið nr. 2. Tillagan var borin upp til atkvæða og felld með 6 atkvæðum.

Fyrir liggur tillaga, dags. 20.01.25, að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýrrar akbrautar við Egilsstaðaflugvöll. Tillagan er unnin af Verkís fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er ekki talin hafa veruleg áhrif á núverandi landnotkun né eru áhrif hennar metin mikil á einstaka aðila eða stórt landsvæði.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

2.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur

Málsnúmer 202501232Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga, dags. 20.01.25, að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna nýrrar akbrautar. Tillagan er unnin af Verkís fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vill vekja athygli málsaðila á því að áfram verði gert ráð fyrir gönguleið meðfram Eyvindará.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

3.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur, Álfagata 3

Málsnúmer 202501171Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá eiganda íbúðarhúsalóðar við Álfagötu 3 (L238320) um heimild til breytingar á deiliskipulagi Unalækjar þar sem lóðinni verður skipt upp í tvær lóðir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Unalækjar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin verði grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum að Álfagötu 1 (L238316) í samræmi við gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð. Málið verður tekið fyrir að nýju að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

4.Beiðni um umsögn um nýtingarleyfi, grunnvatn úr borholum við Búlandsá

Málsnúmer 202501135Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Umhverfis- og orkustofnun, dags. 17. janúar, vegna umsóknar HEF veitna um leyfi til nýtingar á grunnvatni úr nýjum borholum við Búlandsá. Umsögnin skal veitt með vísan til 3. mgr. 6. gr. laga, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi áform.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

5.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja samantektir á verkefnum ársins 2024 á sviði skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Jörgen Sveinn Þorvarðarson

6.Reglur um matar- og söluvagna í Múlaþingi

Málsnúmer 202501241Vakta málsnúmer

Þjónustufulltrúi á umhverfis- og framkvæmdasviði situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að reglum um matar- og söluvagna í Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að reglum til umsagna hjá heimastjórnum. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eggert Már Sigtryggsson

7.Reglur um stöðuleyfi lausafjármuna í Múlaþingi

Málsnúmer 202501242Vakta málsnúmer

Þjónustufulltrúi á umhverfis- og framkvæmdasviði situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að reglum um stöðuleyfi lausafjármuna í Múlaþingi.
Málið er áfram í vinnslu.

Gestir

  • Eggert Már Sigtryggsson

8.Forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202211068Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur tillaga að áætlun um forgangsröðun nýrra deiliskipulagsverkefna á vegum sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að forgangsröðun nýrra deiliskipulagsverkefna.

Samþykkt samhljóða.

9.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá 54. fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að halda íbúafund og upplýsa um stöðu og fyrirkomulag sorphreinsunar og vetrarþjónustu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhugaður er íbúafundur um sorphirðu í sveitarfélaginu og verður hann kynntur frekar þegar nær dregur. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar því til heimastjórna að telji þær þörf á umfjöllun um vetrarþjónustu geri þær svo á íbúafundum sínum sem haldnir eru reglulega.

Samþykkt samhljóða.

10.Gatnagerð og gangstígar

Málsnúmer 202407040Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir fyrirhuguð verkefni í gatna- og gangstígagerð á komandi ári.
Lagt fram til kynningar.

11.Byggingarnefnd menningarhúss, Safnahús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202211078Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið og kynnir stöðu verkefnis um viðbyggingu við Safnahúsið á Egilsstöðum.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson

12.Brunavarnir á Héraði, fundagerðir

Málsnúmer 202410124Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá fundi stjórnar Brunavarna á Héraði sem haldinn var 17. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.

13.Áformað laxeldi í Seyðisfirði: Þörf sýnist á frekara hættumati vegna ofanflóða fyrir mannvirki í sjó.

Málsnúmer 202501212Vakta málsnúmer

Að beiðni fulltrúa VG í ráðinu (PH og ÞÓ) er tekin til umræðu umsögn Veðurstofu Íslands um tillögu MAST að rekstrarleyfi fyrir laxeldi í Seyðisfirði.
Fulltúar V-lista (PH og ÞÓ) leggja fram eftirfarandi tillögu:
Í umsögn Veðurstofu Íslands 20.01. 2024 um tillögu MAST að rekstrarleyfi fyrir laxeldið í Seyðisfirði kemur skýrt fram það mat Veðurstofunnar að gera þurfi frekara hættumat. Það byggir á því að slíkt mat hefur ekki verið gert gagnvart þeim möguleika að ofanflóð falli og ógni laxeldismannvirkjum, beint eða óbeint vegna flóðbylgju, svo af hlytist umhverfisslys vegna risavaxinnar slysasleppingar, mengunar eða annarra ófyrirséðra afleiðinga. Með hliðsjón af þessu beinir umhverfis- og framkvæmdaráð því til sveitarstjórnar að taka undir mat Veðurstofu Íslands og hvetja til frekara hættumats, áður en tekin verður afstaða til leyfisveitingar.

Tillagan var felld með 4 atkvæðum (JB, ÞB, EGG, BSP), 2 voru samþykkir (PH, ÞÓ) og 1 sat hjá (ÁHB).

Fulltúar V-lista (PH og ÞÓ) leggja fram eftirfarandi bókun:
Með því að meirihluti Umhverfis- og framkvæmdaráðs felldi ofangreinda tillögu, þá teljum við að horft sé fram hjá þeim möguleika að orðið geti ofanflóð sem ógni laxeldismannvirkjum með alvarlegum afleiðingum, ekki síst fyrir náttúru og lífríki. Slíkt samræmist að okkar mati ekki skyldum og góðum starfsháttum fagráðs sem hefur beina aðkomu að skipulagi landmegin við netalögn, þ.e. innan 115 m frá stórstraumsfjöru.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?