Fara í efni

Ósk um umsögn, matsáætlun, Vindorkugarður í Klausturseli

Málsnúmer 202212063

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Lögð er fram til kynningar matsáætlun um allt að 500 MW vindorkugarð í landi Klaustursels í Múlaþingi. Samkvæmt 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana hefur Skipulagsstofnun óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um matsáætlunina.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 30. fundur - 05.01.2023

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett 5. desember 2022, við matsáætlun fyrir allt að 500 MW vindorkugarði í landi Klaustursels. Frestur til að skila umsögn hefur fengist framlengdur frá 5. janúar til 16. janúar 2023.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að senda umsögn heimastjórnar til Skipulagsstofnunar.

Heimastjórnin vekur athygli á því að ekki liggur fyrir stefna sveitarfélagsins í vindorkumálum né heldur heildarstefna ríkisins. Af því tilefni minnir heimastjórnin á fyrri bókun um málefnið frá 4. ágúst síðastliðnum. Heimastjórnin telur mikilvægt að við stefnumótun fari fram samanburður á kostum landnotkunar, heimildir sveitarfélaga til gjaldtöku og eða álagningar gjalda vegna starfsemi og efnahagsleg áhrif fyrir sveitarfélög. Því beinir heimastjórn Fljótsdalshéraðs því til sveitarstjórnar Múlaþings að taka málefni uppbyggingar vindorkugarða til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 42. fundur - 11.01.2024

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun, dagsett 27.12.2023, fyrir allt að 500 MW vindorkugarð í Klausturseli, Múlaþingi. Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 5.1.2023 þegar gerð var umsögn um málið.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?