Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

30. fundur 05. janúar 2023 kl. 14:00 - 16:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Landbótasjóður 2022

Málsnúmer 202204183Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar fundargerðir stjórnar Landbótasjóðs Norður-Héraðs frá 7.11. og 29.11. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs vekur athygli á því að samningur sveitarfélagsins og Landsvirkjunar um Landbótasjóðinn er að renna út. Heimastjórn hvetur sveitarstjórn til að taka upp viðræður við Landsvirkjun um áframhaldandi samstarf á sviði umhverfismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur með gögnum, dagsettur 7. desember 2022, frá Umhverfisstofnun það sem upplýst er að vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð er hafin. Fram kemur að haft verði samband við samráðsaðila eftir því sem tilefni er til. Einnig kemur fram að áætlunin mun verða stefnumótandi skjal þar sem sett verða fram markmið til að viðhalda verndargildi svæðisins. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar hefur verið sett upp svæði þar sem finna má upplýsingar um vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar, þ.m.t. verk-og tímaáætlun og samráðsáætlun, sjá hér á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Lagt fram til kynningar.

3.Niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal, erindi

Málsnúmer 202210205Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi til sveitarstjórnar, frá Agnari Eiríkssyni, þar sem lagt er til að sú brú sem notuð hefur verið frá 1957 yfir Gilsá í Skriðdal fái áfram að standa en verði ekki rifin.

Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings 9.11. 2022 var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 8.12. 2022 var bókað:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar um málið. Málið áfram í vinnslu.

Málið er áfram í vinnslu þar sem umsagnir Vegagerðar og Minjastofnunar hafa ekki borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag, Smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls

Málsnúmer 202212147Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulagslýsing, dagsett 8. desember 2022, vegna nýs deiliskipulags fyrir smávirkjun við Gestreiðarstaðaháls. Það er Neyðarlínan ohf. sem hefur lagt fram fyrirliggjandi gögn í tengslum við uppsetningu á smávirkjun í Langadalsá til þess að framleiða 50-60kW af rafmagni til þess að knýja meðal annars fjarskiptastöð á Gestreiðarhálsi.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.12. 2022 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Deiliskipulagsbreyting, Miðvangur 8

Málsnúmer 202212110Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnslutillaga, dagsett 15. desember 2022, vegna breytinga á miðbæjarskipulagi Egilsstaða fyrir Miðvang 8. Tillagan felur meðal annars í sér stækkun lóðarinnar um 93 m2, breytingu á byggingarreit og hámarksbyggingarmagni.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.12. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ósk um umsögn, matsáætlun, Vindorkugarður í Klausturseli

Málsnúmer 202212063Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun, dagsett 5. desember 2022, við matsáætlun fyrir allt að 500 MW vindorkugarði í landi Klaustursels. Frestur til að skila umsögn hefur fengist framlengdur frá 5. janúar til 16. janúar 2023.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að senda umsögn heimastjórnar til Skipulagsstofnunar.

Heimastjórnin vekur athygli á því að ekki liggur fyrir stefna sveitarfélagsins í vindorkumálum né heldur heildarstefna ríkisins. Af því tilefni minnir heimastjórnin á fyrri bókun um málefnið frá 4. ágúst síðastliðnum. Heimastjórnin telur mikilvægt að við stefnumótun fari fram samanburður á kostum landnotkunar, heimildir sveitarfélaga til gjaldtöku og eða álagningar gjalda vegna starfsemi og efnahagsleg áhrif fyrir sveitarfélög. Því beinir heimastjórn Fljótsdalshéraðs því til sveitarstjórnar Múlaþings að taka málefni uppbyggingar vindorkugarða til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2023.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 19.12. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun Múlaþings og vísar henni til kynningar hjá heimastjórnum og staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?