Fara í efni

Umsagnarbeiðni, Regnbogagata á Seyðisfirði sem göngugata

Málsnúmer 202304148

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 34. fundur - 04.05.2023

Fyrir fundinum lá umsagnarbeiðni frá umhverfis- og framkvæmdasviði varðandi innsent erindi frá forsvarsaðilum handverksmarkaðarins við Norðurgötu 6. Þar er óskað eftir því að Norðurgötu (Regnbogagötu) verði lokað fyrir almennri bílaumferð yfir sumartímann.

Heimastjórn tekur vel í hugmyndina og leggur til að umferð almennra ökutækja verði takmörkuð og haft verði samráð við verslun og þjónustu á svæðinu um hvaða vöruafhendingar þurfa að fara fram um götuna. Heimastjórn leggur áherslu á að útfærsla lokunar verði ekki til þess að trufla ásýnd götunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 84. fundur - 15.05.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá forsvarsaðilum handverksmarkaðarins við Norðurgötu 6. Þar er óskað eftir því að Norðurgötu (Regnbogagötu) verði lokað fyrir almennri bílaumferð yfir sumartímann. Jafnframt liggur fyrir umsögn heimastjórnar Seyðisfjarðar um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til að gerð verði tilraun með lokun Norðurgötu sumarið 2023. Reynsla sumarsins verður nýtt til að móta reglur um tímabundnar lokanir gatna í Múlaþingi.
Áður en endanlega afstaða verður tekin til fyrirkomulags lokunar á komandi sumri felur ráðið skipulagsfulltrúa að kynna áformin fyrir eigendum fasteigna við Norðurgötu 2, 3, 5, 6, 7, 8, 8b og 10. Lagt er til að lokunartími verði frá 15. júní til 1. september. Lokunarmerkjum skal koma fyrir við báða enda Norðurgötu, en þó á þann hátt að aðgengi hreyfihamlaðra, viðbragðsaðila og vöruafhendinga sé tryggt.

Málið verður tekið fyrir að nýju hjá ráðinu þegar kynningu er lokið.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Athugasemdafrestur vegna fyrirhugaðrar sumarlokunar Regnbogagötu lauk 2. júní sl. Tvær athugasemdir bárust og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til fyrirkomulags lokunar á komandi sumri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir þær ábendingar sem bárust frá íbúum og þjónustuaðilum við Norðurgötu og mun taka þær til skoðunar. Ráðið samþykkir jafnframt fyrirliggjandi drög að fyrirkomulagi við sumarlokun Regnbogagötu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að útfæra lokunina í samráði við þjónustumiðstöð.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?