Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

120. fundur 24. júní 2024 kl. 09:15 - 12:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fulltrúar í heimastjórn Seyðisfjarðar, Margrét Guðjónsdóttir og Jón Halldór Guðmundsson, ásamt fulltrúa sveitarstjóra, Inga Þorvaldsdóttir, sátu fundinn undir liðum nr. 12-15.

1.Umsókn um byggingarheimild, Eiðar 50, 701,

Málsnúmer 202405164Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild fyrir fjarskiptamastri á lóðinni Eiðar 50 Fjarskiptamastur (L237004). Áformin eru í samræmi við stefnu um fjarskipti í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

2.Umsókn um byggingarheimild, Úlfsstaðaskógur 47, 701,

Málsnúmer 202406036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild fyrir sumarbústað á lóð nr. 47 í Úlfsstaðaskógi (L209278).
Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um byggingarleyfi, Borg, 721,

Málsnúmer 202405154Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna byggingar skemmu á jörðinni Borg (L157228) í Njarðvík. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

4.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2024

Málsnúmer 202402079Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 179. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202312232Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 126. fundi svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

6.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 7

Málsnúmer 2406003FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 7. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 28

Málsnúmer 2405028FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 28. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

8.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá síðasta fundi stýrihóps ásamt drögum að vinnslutillögu greinargerðar aðalskipulags þar sem bætt hefur verið við umfjöllun um atvinnulíf. Jafnframt er tekin til umræðu þróun íbúðasvæða auk verslunar- og þjónustusvæða í þéttbýli.

Málið er áfram í vinnslu.

9.Erindi, Frestun gatnagerðargjalda í Austurtúni

Málsnúmer 202406018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá lóðarhöfum og/eða húsbyggjendum við Austurtún 10, 12, 14 og 16 um heimild til að halda eftir síðustu greiðslu gatnagerðargjalda þar til gatan hefur verið malbikuð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á umbeðinn frest til greiðslu gatnagerðargjalda með vísan í 6. gr. gjaldskrár skipulag- og byggingarmála í Múlaþingi nr. 1648/2023. Áætlað er að malbika Austurtún sumarið 2025.

Samþykkt samhljóða.

10.Unaós, næstu skref eftir bruna á fjárhúsi og hlöðu

Málsnúmer 202311208Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignir dags. 13. maí 2024 þar sem settar eru fram spurningar varðandi uppbyggingu á Unaósi. Byggðaráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 21. maí 2024 og fól umhverfis- og framkvæmdaráði að bregðast við spurningunum fyrir hönd sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir svör við spurningum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og vísar afgreiðslunni til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

11.Hleðslustöðvar í Múlaþingi

Málsnúmer 202309071Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

12.Samtal við heimastjórnir

Málsnúmer 202405026Vakta málsnúmer

Til fundar komu fulltrúar heimastjórnar Seyðisfjarðar auk fulltrúa sveitarstjóra. Farið var yfir stöðu helstu mála í byggðakjarnanum.

13.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Fulltrúar heimastjórnar Seyðisfjarðar auk fulltrúa sveitarstjóra sátu fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir stöðu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar hefur tekið ákvörðun um að klæðning Herðubreiðar verði í litnum RAL7016 og í samræmi við hlutverk heimastjórnar sem stjórn félagsheimila í erindisbréfi, staðfestir umhverfis- og framkvæmdaráð þá ákvörðun.

14.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð er skoðunarferð fulltrúa umhverfis- og framkvæmdaráðs og heimastjórnar um Gamla ríkið að fundi loknum.
Formlegri umræðu er frestað til næsta fundar.

15.Regnbogagata á Seyðisfirði sem göngugata

Málsnúmer 202304148Vakta málsnúmer

Fulltrúar heimastjórnar Seyðisfjarðar auk fulltrúa sveitarstjóra sátu fundinn undir þessum lið.
Fyrir ráðinu liggur að taka til umræðu hugmyndir um að sumarlokun á Norðurgötu (Regnbogagötu) verði fest í sessi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að gera ráð fyrir því að Norðurgata verði lokuð fyrir akandi umferð frá 1. júní til 30. september ár hvert í Auglýsingu um umferð sem er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?