Fara í efni

Tillaga um daggæsluframlag til foreldra

Málsnúmer 202304201

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 70. fundur - 02.05.2023

Fjölskylduráð vill vinna að því að koma á heimgreiðslum til foreldra sem kjósa að vera með börn sín heima frá 12 til 30 mánaða aldri barnsins í stað leikskólavistunar á þeim tíma. Fyrirkomulaginu er ætlað að gefa foreldrum val og að þeir sem það vilja hafi kost á því að vera lengur heima með börnum sínum. Ráðið felur sviðstjóra og fjármálastjóra að kanna möguleikann og kostnaðargreina slíkt fyrirkomulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 79. fundur - 29.08.2023

Fyrir liggja uppfærðar reglur á daggæsluframlagi til foreldra. Jafnframt liggur fyrir hugmynd að heimgreiðsluframlagi til foreldra, kjósi þeir að vera heima með barnið sitt í stað þess að þiggja leikskólapláss.

Breytingar á reglum um daggæsluframlag til foreldra felast í staðfestri umsókn um leikskólapláss í umsóknarkerfi sveitarfélagsins. Jafnframt vill fjölskylduráð skoða möguleika á hækkun daggæsluframlags til foreldra við fjáhagsáætlunargerð í haust.

Meirihluti fjölskylduráðs telur ekki tímabært að koma á heimgreiðslum til foreldra sem kjósa að vera með börn sín heima þar sem ekki er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun ársins 2024.

Reglur um daggæsluframlag eru samþykktar samhljóða með handauppréttingu og vísar fjölskylduráð þeim áfram til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Eftirtaldir fulltrúar í fjölskylduráði hafna afgreiðslu fjölskylduráðs á heimgreiðslum (ÁMS, JHÞ).

Sveitarstjórn Múlaþings - 39. fundur - 13.09.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs dags. 29.8.2023 þar sem samþykktar eru uppfærðar reglur um daggæsluframlag til foreldra.

Til máls tók: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs á uppfærðum reglum um daggæsluframlag til foreldra og felur fræðslustjóra að sjá til þess að unnið verði samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?