Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

39. fundur 13. september 2023 kl. 13:00 - 16:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar leitaði forseti bæjarstjórnar afbrigða að bæta inn sem lið 10, Fyrirhuguð lokun bolfiskvinnslu á Seyðisfirði, yrði bætt við dagskrá fundarins. Afbrigðið samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs 29.8.2023 varðandi gjaldskrár Listadeildar Seyðisfjarðarskóla, Tónlistarskólans á Egilsstöðum, Tónlistarskólans í Fellabæ og Tónlistarskólans á Djúpavogi fyrir skólaárið 2023-2024.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Björg Eyþórsdóttir sem svaraði fyrirspurn Þrastar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fjölskylduráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi gjaldskrár Listadeildar Seyðisfjarðarskóla, Tónlistarskólans á Egilsstöðum, Tónlistarskólans í Fellabæ og Tónlistarskólans á Djúpavogi fyrir skólaárið 2023-2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.8.2023 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs.

Til máls tók: Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi skipulagstillögu um breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, athafna- og hafnarsvæði, fráveita, íbúaðasvæði, gönguleið og ferðamannabryggja

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 21.8.2023 þar sem til umfjöllunar voru breytingar á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Þrastar, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson með andsvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ)

4.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 4.9.2023 um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Fjarðarheiðarganga.

Við upphaf 4.dagskrárliðar vakti forseti sveitarstjórnar athygli á mögulegu vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa Þrastar Jónssonar og lagði til að sveitarstjórn tæki afstöðu til málsins með atkvæðagreiðslu.

Til máls tók: Þröstur Jónsson.

Forseti lagði fram vanhæfistillögu til afgreiðslu og var hún samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

Þröstur Jónsson óskaði eftir að fá að koma upp undir liðnum Fundarstjórn forseta sem og hann gerði.
Forseti bað Þröst Jónsson um að yfirgefa salinn yfir afgreiðslu málsins, neitaði hann því og tók forseti því fundarhlé. Fundur hélt áfram en þar sem Þröstur neitaði að víkja sæti undir málinu lagði forseti til að fundi yrði áframhaldið og áréttaði að sökum vanhæfis hefði Þröstur hvorki málfrelsi, tillögu- né atkvæðisrétt.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar.

Samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum.

5.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til seinni umræðu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson svaraði fyrirspurn Ásrúnar og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings. Skrifstofustjóra falið að sjá um birtingu gagna með þeim hætti er lög og reglur kveða á um.

Samþykkt með 8 atkvæðum, 2 sitja hjá (ÞJ,HHÁ) einn á móti (ÁMS)

6.Þjónustusamningur vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi

Málsnúmer 202305063Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs dags. 29.8.2023 þar sem uppfærður þjónustusamningur vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi er samþykktur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs um uppfærðan þjónustusamning vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi og felur fræðslustjóra að sjá til þess að unnið sé samkvæmt honum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tillaga um daggæsluframlag til foreldra

Málsnúmer 202304201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs dags. 29.8.2023 þar sem samþykktar eru uppfærðar reglur um daggæsluframlag til foreldra.

Til máls tók: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs á uppfærðum reglum um daggæsluframlag til foreldra og felur fræðslustjóra að sjá til þess að unnið verði samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Áskorun. Höfnum risavöxnu vindorkuveri á Fljótsdalsheiði

Málsnúmer 202308088Vakta málsnúmer

Fyrir liggur áskorun til sveitarstjórnar Múlaþings um að hafna öllum hugmyndum norska orkufyrirtækisins Zephyr AS um að reisa risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson,sem lagði fram breytingartillögu við fyrirliggjandi tillögu, Hildur þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Einar Freyr Guðmundsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson sem lagði fram fyrirspurn, Þröstur Jónsson sem svaraði fyrirspurn Eyþórs og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir.

Eftirfarandi Breytingartillaga þrastar Jónssonar lögð fram:
Sveitarstjórn þakkar erindi Landverndar og lýsir fullum stuðningi við það.

Tillagan felld með 6 atkvæðum, 3 kusu með tillögunni (ÞJ,ÁMS,HHÁ) 2 sátu hjá (HÞ,ES)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings áréttar þær áherslur er fram koma í bókun sveitarstjórnar dags. 11. janúar 2023 að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með 8 atkvæðum, 3 sátu hjá (ÁMS,ÞJ,HHÁ)

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir VG lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar VG í Múlaþingi taka undir áskorun Landverndar þar sem norska orkufyrirtækið Zephyr AS er hvatt til að falla frá áformum um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Við getum ekki fallist á að það sé alvarlegur raforkuskortur í landinu sem framleiðir mest rafmagn á hvern íbúa og það þarf ekki aðra risavaxna virkjun á austurland, sem yrði næst stærsta virkjun landsins á eftir Kárahnjúkavirkjun.

Lítum í eigin barm, finnum leiðir til að fara betur með orkuna og forgangsröðum orkunni sem við nú þegar framleiðum í stórum stíl í stað þess að fórna enn meira af íslenskri náttúru fyrir gróðavon stórfyrirtækja.

9.Málstefna

Málsnúmer 202309028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá innviðaráðuneytinu bréf dags. 5.9.2023 með hvatningu til sveitarfélaga um mótun málstefnu.

Til máls tók: Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings beinir því til byggðaráðs að taka málið til vinnslu.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

10.Fyrirhuguð lokun bolfiskvinnslu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202309098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fréttatilkynning frá Síldarvinnslunni um að stefnt sé að því að loka bolfiskvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði 30. Nóvember næstkomandi.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Hildur Þórisdóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Björg Eyþórsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson

Lagt fram til kynningar.

11.Heimastjórn Djúpavogs - 41

Málsnúmer 2308010FVakta málsnúmer

Til máls tók vegna liðar 15, Ívar Karl Hafliðason

Lagt fram til kynningar.

12.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 38

Málsnúmer 2308020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

13.Heimastjórn Borgarfjarðar - 39

Málsnúmer 2309006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

14.Byggðaráð Múlaþings - 92

Málsnúmer 2308011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

15.Byggðaráð Múlaþings - 93

Málsnúmer 2308015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 91

Málsnúmer 2308012FVakta málsnúmer

Forseti opnaði mælendaskrá undir liðum 16,17 og 18. Forseti opnaði fyrst fyrir umræður í fundargerð 92 undir máli 8 og fundargerð 93 undir máli 4 sem er sama mál og ÞJ sveitarstjórnarfulltrú var talinn vanhæfur fyrr á fundinum. Forseti bað sveitarstjórnarfulltrúann að víkja sæti.Þröstur Jónson bað um orðið til að ræða Fundarstjórn forseta.

ÞJ kom upp og lagði fram eftirfarandi bókun:
Þar sem væntanlega ég yrði sviftur málfrelsi undir þessum liðum þó ég sæti í salnum líkt og gert var undir fjórða fundarlið hér á undan, sé ég ekki ástæðu til að tefja fund meir en orðið er af meintu vanhæfi mínu.
Mun því hlíta boði forseta og yfirgefa salinn.
Það breytir ekki því að ég sætti mig ekki við að vera dæmdur og kosinn vanhæfur þegar úrskurðarvaldið í þessu landi hefur ekki tekið undir það sjónarmið að ég sé vanhæfur, hvorki Innviðaráðuneyti né Umboðsmaður Alþingis þó til beggja hafi verið leitað.
Mótmæli því alræðisvaldi sem sveitarstjórn hefur tekið sér í að lýsa mig vanhæfan sem áður nefnd úrskurðar-embætti taka hvorugt undir, heldur kveða ekki upp úrskurð eins og þeim þó ber og um var beðið.

Vék ÞJ síðan af fundi undir áðurgreindum liðum.

Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Helga Hlyns,


Lagt fram til kynningar

17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 92

Málsnúmer 2308016FVakta málsnúmer

Til máls tóku: vegna liðar 8 Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Helga Hlyns,

Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 93

19.Fjölskylduráð Múlaþings - 78

Málsnúmer 2307011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

20.Fjölskylduráð Múlaþings - 79

Málsnúmer 2308017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

21.Fjölskylduráð Múlaþings - 80

Málsnúmer 2309002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

22.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?