Fara í efni

Sláturhúsið Menningarmiðstöð, Samþykktir

Málsnúmer 202308081

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 92. fundur - 22.08.2023

Fyrir liggur ábending frá verkefnastjóra menningarmála varðandi endurskoðun samþykkta fyrir Sláturhúsið Menningarmiðstöð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til framkominna ábendinga varðandi samþykktir fyrir Sláturhúsið Menningarmiðstöð felur byggðaráð Múlaþings skrifstofustjóra, ásamt atvinnu- og menningarstjóra, að láta vinna tillögur að uppfærðum samþykktum fyrir Sláturhúsið Menningarmiðstöð sem verða síðan lagðar fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 97. fundur - 17.10.2023

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir Sláturhúsið menningarmiðstöð. En byggðaráð fól, á fundi sínum 22.8. 2023, skrifstofustjóra ásamt atvinnu- og menningarstjóra að láta vinna tillögur að uppfærðri samþykkt fyrir Sláturhúsið menningarmiðstöð.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 98. fundur - 24.10.2023

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir Sláturhúsið menningarmiðstöð. En byggðaráð fól, á fundi sínum 22.8. 2023, skrifstofustjóra ásamt atvinnu- og menningarstjóra að láta vinna tillögur að uppfærðri samþykkt fyrir Sláturhúsið menningarmiðstöð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykktum fyrir Sláturhúsið menningarmiðstöð og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 24.10.2023, varðandi samþykktir fyrir Sláturhúsið Menningarmiðstöð

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi uppfærðar samþykktir fyrir Sláturhúsið Menningarmiðstöð og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (BVW)

Byggðaráð Múlaþings - 113. fundur - 16.04.2024

Fyrir liggur minnisblað varðandi skipan í fagráð Sláturhússins - menningarmiðstöð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að skipa eftirtalda aðila í fagráð Sláturhússins - menningarmiðstöð til næstu tveggja ára:

Formaður (fulltrúi atvinnu- og menningarmálastjóra): Óðinn Gunnar Óðinsson
Varaformaður(fulltrúi atvinnu- og menningarmálastjóra): Urður Gunnarsdóttir
Aðalmaður (fulltrúi LungA skóla): Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir
Varamaður (fulltrúi LungA skóla): Mark Rohtmaa-Jackson

Aðalmaður (fulltrúi leikfélags Fljótsdalshéraðs): Formaður LF, nú Berglind Hönnudóttir
Varamaður (fulltrúi leikfélags Fljótsdalshéraðs): Varaformaður LF, nú Hrefna Hlín Sigurðardóttir

Aðalmaður (fulltrúi Bíl): Wiola Ujazdowska
Varamaður (fulltrúi Bíl): Erling Jóhannesson

Aðalmaður (fulltrúi Listaháskólans) Pétur Ármannsson
Varamaður (fulltrúi Listaháskólans) Brogan Davis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:45
Getum við bætt efni þessarar síðu?