Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

97. fundur 17. október 2023 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson sveitarstjóri

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 14. júní 2023.

3.Sláturhúsið Menningarmiðstöð, Samþykktir

Málsnúmer 202308081Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir Sláturhúsið menningarmiðstöð. En byggðaráð fól, á fundi sínum 22.8. 2023, skrifstofustjóra ásamt atvinnu- og menningarstjóra að láta vinna tillögur að uppfærðri samþykkt fyrir Sláturhúsið menningarmiðstöð.

Í vinnslu.

4.Kaupvangur 11, Bragginn

Málsnúmer 202211111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur niðurstaða starfshóps um framtíðarstarfsemi braggans, Kaupvangi 11, Egilsstöðum, sem samþykkt var á fundi starfshópsins 6. október 2023.

Í vinnslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Forðumst ákvarðanafælni. Bragginn er handónýtt hús sem í upphafi var reyst til bráðabyrgða um miðja síðustu öld. Er ekki nóg komið af kostnaðarhýtum við að gera upp vonlaust rusl? Ruslahauga ber að fjarlægja, Bragginn er ruslahaugur, rífum hann og fjarlægjum.

5.Beiðni um stuðning við stofnun Sögufélags Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202310076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sögufélagi Austurlands varðandi stuðning við stofnun Sögufélags Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþing samþykkir að styrkja stofnun Sögufélags Seyðisfjarðar um 400.000,- kr. sem skal tekið af lið 05410 (Byggðasaga söguritun) í samræmi við fjárhagsáætlun atvinnu- og menningardeildar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu en einn sat hjá (ÍKH).

6.Fundargerðir stjórnar Ársala 2023

Málsnúmer 202301148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Ársala bs dags. 12.10.2023 ásamt fjárhagsáætlun byggðasamlagsins fyrir árið 2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Samráðsgátt. Samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038

Málsnúmer 202306099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára áætlun fyrir árin 2024-2028, 315. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstóra að vinna tillögu að umsögn sem verði tekin til afgreiðslu á fundi byggðaráðs 24.10.2023.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneyti varðandi þjónustustefnu í byggðum og byggðalögum sveitarfélaga auk leiðbeininga um mótun þjónustustefnu sveitarfélaga sem unnið var af Byggðastofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að móta tillögu að verklagi við gerð þjónustustefnu í byggðum og byggðalögum sveitarfélagsins og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2023

Málsnúmer 202301189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands, dags. 27.09.2023.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301167Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnarfunda Samtaka sjávarútvegsveitarfélaga, dags. 12.05.2023 og 05.09.2023.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.09.2023.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2023

Málsnúmer 202308123Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 05.10.2023.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?