Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

98. fundur 24. október 2023 kl. 08:30 - 13:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
  • Eyþór Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 14. júní 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð vísar áætlunni með áorðnum breytingum til umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs og sveitarstjórnar 15. nóvember til fyrri umræðu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, ársreikningur 2022

Málsnúmer 202310128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi bréfi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, vegna ársreiknings Múlaþings 2022, til sveitarstjórnar til kynningar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Sláturhúsið Menningarmiðstöð, Samþykktir

Málsnúmer 202308081Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir Sláturhúsið menningarmiðstöð. En byggðaráð fól, á fundi sínum 22.8. 2023, skrifstofustjóra ásamt atvinnu- og menningarstjóra að láta vinna tillögur að uppfærðri samþykkt fyrir Sláturhúsið menningarmiðstöð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykktum fyrir Sláturhúsið menningarmiðstöð og vísar þeim til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir rými í Sláturhúsinu fyrir árið 2024 frá forstöðumanni Sláturhússins og atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir rými í Sláturhúsinu fyrir árið 2024 og felur forstöðumanni Sláturhússins að sjá til þess að hún verði virkjuð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fundargerðir stjórnar HEF 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dagsett 10.10.2023.

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur EBÍ 2023

Málsnúmer 202308115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, dagsett 06.10.2023.

Lagt fram til kynningar.

8.Ágóðahlutagreiðsla 2023

Málsnúmer 202310129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning frá EBÍ þar sem fram kemur að ágóðahlutur Múlaþings að fjárhæð kr. 2.023.500,- verður greiddur inn á reikning sveitarfélagsins þann 3. nóvember nk.

Lagt fram til kynningar.

9.LungA skólinn, samstarfsbeiðni

Málsnúmer 202012073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá skólastjóra og verkefnastjóra LungA skólans varðandi styrkveitingu frá sveitarfélaginu vegna ársins 2024 og mögulega til lengri tíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir fyrirliggjandi erindi frá skólastjóra og verkefnastjóra LungA skólans, varðandi styrkveitingu frá sveitarfélaginu vegna ársins 2024, til fjölskylduráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Stöðuleyfi, Stýrishús - Brú, Austurveg 17 Seyðisfirði

Málsnúmer 202107033Vakta málsnúmer

Vilhjálmur Jónsson lýsti yfir vanhæfi sínu vegna málsins. Í hans stað mætti Jónína Brynjólfsdóttir á fundinn undir þessum lið.
Við stjórn fundarins undir þessum lið tók Ívar Karl Hafliðason.

Fyrir liggur erindi frá byggingarfulltrúa Múlaþings þar sem óskað er eftir staðfestingu byggðaráðs um hvort ráðið heimili áframhaldandi staðsetningu á stýrishúsi á landi sveitarfélagsins við Austurveg 17b og 19c. Monika Frycova hefur sótt um framlengingu á stöðuleyfi fyrir stýrishúsið í eitt ár til viðbótar. Einnig liggur fyrir umsögn heimastjórnar Seyðisfjarðar varðandi málið, dags. 11.10.2023, auk erindis frá Ragnhildi Billu Árnadóttur frá 22.10.2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felst ekki á að samningur við málsaðila um afnot á landi Múlaþings við Austurveg 17b og 19c verði framlengdur þar sem forsenda samkomulags dags. 01.03.2023 var að húsið yrði fjarlægt fyrir lok október 2023. Byggðaráð felst á að heimila umsækjanda að staðsetja stýrishúsið á óbyggðri lóð sveitarfélagsins til atvinnustarfsemi t.d. við Lónsleiru 2,4,6 á móts við Ferjuleiru 1.Ef málsaðili þiggur þetta þá felur byggðaráð framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá samningi, til eins árs, við málsaðila með sömu skilyrðum og núverandi samningur að viðbættu ákvæði um að ef lóðin kemur til úthlutunar á samningstíma falli heimild landeiganda niður.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Samráðsgátt. Samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038

Málsnúmer 202306099Vakta málsnúmer

202306099 - Samráðsgátt. Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038
Fyrir liggur til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára áætlun fyrir árið 2024-2028, 315. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstóra að skila inn umsögn í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 13:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?