Fara í efni

Umsókn um byggingarheimild, Vesturvegur 1, 710,

Málsnúmer 202308099

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 93. fundur - 04.09.2023

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir (V-lista) vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu sem eigandi fasteignar við Vesturveg 8. Málið var tekið til umræðu og borið upp til atkvæða. Tillagan var felld samhljóða með 7 atkvæðum.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna byggingar spennistöðvar RARIK á lóð KSK eigna ehf. við Vesturveg 1 (L179807) á Seyðisfirði.
Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Vesturveg 3, 4 og 8, Norðurgötu 2 og 3.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 98. fundur - 30.10.2023

Grenndarkynningu byggingaráforma við Vesturveg 1 (L179807) á Seyðisfirði lauk 4. október sl. og liggur fyrir ráðinu að taka til umfjöllunar athugasemd sem barst á kynningartíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við málsaðila um möguleg viðbrögð vegna athugasemdar sem barst við grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 100. fundur - 20.11.2023

Tekið er fyrir að nýju mál varðandi grenndarkynningu byggingaráforma við Vesturveg 1 á Seyðisfirði. Byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi hafa fundað með RARIK og liggur fyrir minnisblað um val á útfærslu umræddrar stöðvar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að setja sig í samband við þann aðila sem gerði athugasemd við áformin í grenndarkynningu þeirra og kynna fyrir honum minnisblað RARIK.
Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 101. fundur - 27.11.2023

Tekið er fyrir að nýju mál varðandi grenndarkynningu byggingaráforma við Vesturveg 1 á Seyðisfirði.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu byggingaráforma við Vesturveg 1 er lokið. Íbúar að Vesturvegi 3 gera athugasemdir við að útsýni þeirra skerðist við tilkomu spennistöðvarinnar og í fyrri athugasemd frá húseiganda fylgdi með mynd sem sýnir ætlaða útsýnisskerðingu.
Ráðið hefur fjallað um athugasemdina og farið yfir minnisblað frá RARIK um málið.
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að um sé að ræða slíka útsýnisskerðingu sem húseigendur halda fram, en um er að ræða lágreista og umfangslitla byggingu í tæplega 60 metra fjarlægð. Telja verður að óþægindi, skuggavarp og útsýnisskerðing sem íbúar að Vesturvegi 3 kunna að verða fyrir vegna spennistöðvarinnar sé ekki umfram það sem íbúar í þéttbýli megi almennt búast við, en á svæðinu sem er miðsvæðis í þéttbýlinu er byggðin þétt og umferð mikil enda er þetta svæði á aðalgatnamótunum í bænum.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1(ÁMS) situr hjá.
Getum við bætt efni þessarar síðu?