Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

93. fundur 04. september 2023 kl. 08:30 - 11:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri umhverfismála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Skipulagsfulltrúi, Sigurður Jónsson, sat fundinn undir málum nr. 3 og 4.

1.Borgarfjarðarhöfn, Löndunarbryggja

Málsnúmer 202308181Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Vegagerðinni, dagsett 30. ágúst 2023, með niðurstöðum útboðs á framkvæmdum við löndunarbryggju á Borgarfirði eystri.
Staðgengill sveitarstjóra á Borgarfirði sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað Vegagerðarinnar og felur hafnarstjóra að hefja viðræður við bjóðendur um framhald málsins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Jón Þórðarson - mæting: 08:30

2.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 2. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 lögð fram til kynningar.

3.Umsókn um byggingarheimild, Vesturvegur 1, 710,

Málsnúmer 202308099Vakta málsnúmer

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir (V-lista) vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu sem eigandi fasteignar við Vesturveg 8. Málið var tekið til umræðu og borið upp til atkvæða. Tillagan var felld samhljóða með 7 atkvæðum.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna byggingar spennistöðvar RARIK á lóð KSK eigna ehf. við Vesturveg 1 (L179807) á Seyðisfirði.
Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Vesturveg 3, 4 og 8, Norðurgötu 2 og 3.

Samþykkt samhljóða.

4.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Við upphaf máls vakti formaður athygli á mögulegu vanhæfi áheyrnarfulltrúa Hannesar Karls Hilmarssonar (M-lista) við umræðu og afgreiðslu málsins en hann sendi inn athugasemd á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.
Umræða um meint vanhæfi fór fram innan ráðsins á síðasta fundi og var málinu frestað. Formanni ráðsins og skipulagsfulltrúa var falið að óska eftir frekari upplýsingum sem ætlað var að skýra málsmeðferð varðandi mögulegt vanhæfi.
Umræðu var því áframhaldið á þessum fundi og var lagt fram lögmannsálit í samræmi við samþykkt síðasta fundar. Undir umræðu um vanhæfi sat Aron Thorarenssen lögfræðingur en hann vék af fundi kl. 10:00.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Í samræmi við fyrirliggjandi löfræðiálit er lagt til að áheyrnarfulltrúi Hannes Karl Hilmarsson sé vanhæfur til umfjöllunar um sína eigin athugasemd, sem og allar aðrar umsagnir í ljósi þess hve víðtæk athugasemdin er.

Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum, 2 (PH og ÁMS) sátu hjá.

Hannes Karl Hilmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Auglýsing vegna aðalskiplagsbreytingartillögunnar sem hér um ræðir var þess eðlis að ég sá mig knúinn að svara kalli yfirvalda í Múlaþingi og skila inn athugasemd, vegna síðustu setningarinnar í auglýsingunni sem hljómaði þannig:
"hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljist samþykkur henni“
Þar sem ég er EKKI samþykkur "henni" hlýt ég því að skila inn athugasemd.
Um þetta er Umhverfis og Framkvæmdaráð sammála því í svari við athugasemd Sveins Jónssonar um sama efni kemur eftirfarandi fram:
"Um er að ræða staðlaðan texta í auglýsingu sem hefur þann tilgang að hvetja þá sem telja sig hafa hagsmuna að gæta og hafa athugasemdir við auglýsta tillögu til að koma þeim á framfæri þar sem auglýsing tillögu er að jafnaði lokaskref opins samráðs um skipulagsáætlunina."
Skv. þessu eru hagsmunir mínir þeir að verða ekki sjálfkrafa gerður samþykkur aðalskiplagsbreytingartillögunni af sveitarfélaginu.
Því kem ég athugasemdum mínum á framfæri sem sýna að svo er ekki, með því að lýsa skoðunum mínum á tillögunni, eins og beðið er um.
Það að ég hlýði boði yfirvalda í Múlaþingi á nú að nota gegn mér til vanhæfis í umhverfis og framkvæmdaráði. Það stenst enga skoðun og getur því ekki talist annað en tilraun til þöggunar með pólitísku ofbeldi.

Hannes Karl Hilmarsson vék af fundi kl. 10:40.


Ásdís Hafrún Benediktsdóttir (L-lista) vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu vegna fjölskyldutengsla við aðila sem skilaði inn athugasemd á auglýsingatíma skipulagstillögunnar.
Málið var tekið til umfjöllunar og tillaga þess efnis að Ásdís sé vanhæf til umfjöllunar um athugasemd skyldmennis auk allra annarra athugasemda sem eru sama efnis, var borin upp og samþykkt samhljóða.

Ásdís Hafrún Benediktsdóttir vék af fundi kl. 11:00.


Auglýsingu tillögu til breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Fjarðarheiðarganga lauk 6. júlí sl. 96 athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingatíma og liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að taka þær til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs ásamt fyrirliggjandi drögum að umsögnum um athugasemdir með þeim ábendingum sem ræddar voru á fundinum og vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Aron Thorarensen - mæting: 09:20

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?