Fara í efni

Málstefna

Málsnúmer 202309028

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 39. fundur - 13.09.2023

Fyrir liggur frá innviðaráðuneytinu bréf dags. 5.9.2023 með hvatningu til sveitarfélaga um mótun málstefnu.

Til máls tók: Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings beinir því til byggðaráðs að taka málið til vinnslu.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

Byggðaráð Múlaþings - 94. fundur - 19.09.2023

Fyrir liggur bókun sveitarstjórnar Múlaþings, dags. 13.09.2023, þar sem byggðaráði er falið setja í vinnslu vinnu við mótun málstefnu fyrir sveitarfélagið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela skrifstofustjóra að stýra vinnu við mótun málstefnu fyrir sveitarfélagið í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Er tillaga liggur fyrir skal hún lögð fyrir byggðaráð til umfjöllunar og síðan fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 105. fundur - 30.01.2024

Inn á fundinn kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir drög að Málstefnu Múlaþings sem er í vinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að vinna áfram að Málstefnu Múlaþings í samræmi við umræðu á fundinum og leggja tillögu fyrir byggðaráð til formlegrar afgreiðslu er þeirri vinnu verður lokið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 09:35
Getum við bætt efni þessarar síðu?