Fara í efni

Hraðhleðslustöðvar á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202309071

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 39. fundur - 05.10.2023

Fyrir liggur fyrirspurn í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins þar sem vakin er athygli á frekari þörf á hraðhleðslustöðvum á Egilsstöðum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gerð verði úttekt á fjölda og staðsetningu rafhleðslustöðva í sveitarfélaginu. Í framhaldinu verði óskað eftir því við orkusala að hraðhleðslustöðvum verði fjölgað í sveitarfélaginu til að bæta þjónustu við íbúa og ferðamenn. Lögð er áhersla á að þessari uppbyggingu verði hraðað eins og kostur er m.a. sem lið í orkuskiptum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 97. fundur - 16.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá 39. fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til ráðsins að láta gera úttekt á fjölda og staðsetningu hleðslustöðva í sveitarfélaginu.
Jafnframt liggur fyrir erindi frá körfuknattleiksdeild Hattar varðandi hleðslustöðvar í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta taka saman minnisblað í samræmi við bókun heimastjórnar. Samantektin verður lögð fyrir á næsta fundi ráðsins.
Málinu að öðru leyti frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 99. fundur - 06.11.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað um hleðslustöðvar í Múlaþingi.
Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna að nánari útfærslu og drög að stefnumótun í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 11:15

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 107. fundur - 05.02.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur uppfært minnisblað um áætlun sveitarfélagsins varðandi hleðslustöðvar.
Verkefnastjóri fjármála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Unnið verður áfram með leiðir 3a samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði og einnig 3b á Egilsstöðum. Starfsmönnum falið að útfæra næstu skref í samræmi við umræður á fundinum. Málið verður lagt fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 10:10

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109. fundur - 26.02.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að auglýsingu vegna útboðs á svæði til reksturs hleðslustöðva á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir drög að auglýsingu vegna útboðs á svæði til reksturs hleðslustöðva við Kaupvang 9-11 á Egilsstöðum. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?