Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

100. fundur 21. nóvember 2023 kl. 09:00 - 10:50 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun, sem vísað hefur verið til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Í vinnslu.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum vegna mögulegra kaupa sveitarfélagsins á fasteigninni að Hafnargötu 40B á Seyðisfirði og fór yfir drög að kaupsamningi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings veitir sveitarstjóra umboð til að ganga frá kaupum á fasteigninni að Hafnargötu 40B á Seyðisfirði, fyrir hönd sveitarfélagsins, í samræmi við ákvæði fyrirliggjandi draga að kaupsamningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Kaupvangur 11, Bragginn

Málsnúmer 202211111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur niðurstaða starfshóps um framtíðarstarfsemi braggans, Kaupvangi 11, Egilsstöðum, sem samþykkt var á fundi starfshópsins 6. október 2023. Einnig liggur fyrir minnisblað og kostnaðaráætlanir varðandi breytingar og niðurrif á bragganum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að farið verði að tillögu meirihluta starfshóps um framtíð braggans, Kaupvangi 11, Egilsstöðum, að því gefnu að mögulegt verði að raungera tillögur 2 eða 3 innan ásættanlegra tímmarka og felur eignasviði framkvæmd verksins í samráði við forstöðumann Sláturhússins.

Samþykkt með 3 atkvæðum, einn sat hjá (ÁMS) einn á móti (ÍKH)

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Forðumst ákvarðanafælni. Bragginn er handónýtt hús sem í upphafi var reyst til bráðabyrgða um miðja síðustu öld. Er ekki nóg komið af kostnaðarhýtum við að gera upp vonlaust rusl? Ruslahauga ber að fjarlægja, Bragginn er ruslahaugur, rífum hann og fjarlægjum.

Ívar Karl Hafliðason lagði fram eftirfarandi bókun:
Sé horft til tíu ára framkvæmdaráætlun Múlaþings og viðhaldsþörf annars húsnæðis í eigu Múlaþings er ljóst að ekki er forsvaranlegt að setja peninga í uppbyggingu/viðgerðir á braggnum.
Tel best að fara þessa leið að rífa hann enda ástand hans orðið mjög dapurt og nánast hættulegt. Það er síðan hægt að vinna áfram í því að finna framtíðarnýtingu á lóðinni sem bragginn stendur á.

5.Reglur um Menningarstyrki Múlaþings

Málsnúmer 202311041Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri menningarmála, Jónína Brá Árnadóttir, kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir minnisblað varðandi úthlutun menningarstyrkja.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir breytingartillögur vegna úthlutun á menningarstyrkjum Múlaþings og felur verkefnastjóra menningarmála að sjá til að unnið verði samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2024

Málsnúmer 202311115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækjaleigu, Hollywood ehf

Málsnúmer 202308092Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Samgöngustofu um umsögn um geymslustað ökutækja auk umsagnar skipulagsfulltrúa Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrir liggur að umsókn um að reka ökutækjaleigu að Litluskógum 6, 700 Egilsstöðum fellur ekki að gildandi skilmálum aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samþykkir byggðaráð Múlaþings, fyrir hönd sveitarfélagsins, að veita neikvæða umsögn um veitingu starfsleyfis vegna þessa. Skipulagsfulltrúa falið að koma umsögn sveitarfélagsins á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundagerðir SSA 2023

Málsnúmer 202304031Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar SSA, dags. 28.08. og 20.10.2023.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundagerðir Austurbrúar og upplýsingapóstar 2023

Málsnúmer 202311030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Austurbrúar, dags. 20.10.2023.

Lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundur HAUST 2023

Málsnúmer 202310210Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs., dags. 07.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

11.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð samráðshóps um framtíðaruppbygging atvinnulífs á Seyðisfirði, dags. 13.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301167Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka svávarútvegssveitarfélaga, dags. 14.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

13.Fundagerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands 2023

Málsnúmer 202305117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Tækniminjasafns Austurlands, dags. 14.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

14.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2023

Málsnúmer 202301189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð fundar Almannavarnarnefndar, dags. 16.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

15.Vatnaskil. Samantekt íbúafundar

Málsnúmer 202311076Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt samráðsfundar á Eiðum í tengslum við verkefnið Vatnaskil og var yfirskrift fundarins „Hjarta mitt slær í sveitinni" samtal um framtíðartækifæri í sveitum Austurlands“.

Lagt fram til kynningar.

16.Umsagnarbeiðni um 478. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202311137Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstóra að skila inn umsögn í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?