Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

102. fundur 05. desember 2023 kl. 08:30 - 11:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
 • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun, sem er til umfjöllunar í byggðaráði fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2024, ásamt þriggja ára áætlun 2025-2027, til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Upplýsingatækni- og töluvmál hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202311308Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengdust undir þessum lið Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, Hrund Erla Guðmundsdóttir, sérfræðingur í stafrænum lausnum, og Ólafur Björnsson, umsjónarmaður tölvumála, og fóru yfir þau verkefni sem unnið er að á þessu sviði.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Óðinn Gunnar Óðinsson og Hrund Erla Guðmundsdóttir - mæting: 08:58

4.Skipurit félagsþjónustu Múlaþings

Málsnúmer 202311225Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 28.11.2023, þar sem samþykkt er breyting á innra skipulagi félagsþjónustu.

Lagt fram til kynningar.

5.Hafnargata 42B, sala

Málsnúmer 202311355Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að auglýsingu varðandi mögulega sölu eignarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að eignin Hafnargata 42B verði auglýst til sölu í samræmi við fyrirliggjandi drög að auglýsingu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra framkvæmd verksins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Hafnargata 44B (Sólbakki), sala

Málsnúmer 202311354Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að auglýsingu varðandi mögulega sölu eignarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að eignin Hafnargata 44B verði auglýst til sölu í samræmi við fyrirliggjandi drög að auglýsingu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra framkvæmd verksins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Hafnargata 40b,sala

Málsnúmer 202311364Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að auglýsingu varðandi mögulega sölu eignarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að eignin Hafnargata 40B verði auglýst til sölu í samræmi við fyrirliggjandi drög að auglýsingu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra framkvæmd verksins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 22.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundagerðir SSA 2023

Málsnúmer 202304031Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerð stjórnar SSA, dags. 10.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundagerðir Austurbrúar og upplýsingapóstar 2023

Málsnúmer 202311030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Austurbrúar, dags. 10.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

11.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð samráðshóps um framtíðaruppbygging atvinnulífs á Seyðisfirði, dags. 27.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

13.Reglur um Menningarstyrki Múlaþings

Málsnúmer 202311041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá verkefnastjóra menningarmála þar sem óskað er eftir því að byggðaráð tilnefni aðila úr ráðinu í faghóp um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að tilnefna Ívar Karl Hafliðason sem fulltrúa byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings.

Helgi Hlynur Ásgrímsson lagði fram eftirfarandi breytingar tillögu:
Byggðaráð samþykkir að tilnefna Vilhjálm Jónsson sem fulltrúa byggðaráðs í faghóp um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings.

Breytingartillagan var samþykkt með 3 atkvæðum, einn á móti (VJ) einn sat hjá (ÍKH)

14.Hluthafa fundur 13.desember Dýralíf ehf

Málsnúmer 202210199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun hluthafafundar Dýralífs ehf. sem haldinn verður 13. desember 2023 á Lyngási 12 á Egilsstöðum og á Microsoft Teams.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela Ívari Karli Hafliðasyni að sitja fundinn fyrir hönd Múlaþings og fara með atkvæði sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Viljayfirlýsing HÍ og Hallormstaðarskóla

Málsnúmer 202311335Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið tengdust Bryndís Fiona Ford og Ragnar Sigurðsson og gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi varðandi samstarf Hallormsstaðaskóla og Háskóla Íslands. Fyrir liggur viljayfirlýsing um samstarf skólanna er undirrituð var af fulltrúum Háskóla Íslands, Hallormsstaðaskóla og ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis 28.11.2023.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Ragnar Sigurðsson og Bryndís Fiona Ford - mæting: 10:30

16.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum milli fulltrúa sveitarfélagsins og Goðaborgar ehf. varðandi uppbyggingu og framtíðarstarfsemi í Faktorshúsi á Djúpavogi og lagði fram tillögu að útfærslu á samning á milli aðila.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að ganga til samninga við Goðaborg ehf. á grundvelli hugmynda er lagðar voru fram á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

17.Umsagnarbeiðni, 73. mál Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).

Málsnúmer 202311292Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?