Fara í efni

Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2024

Málsnúmer 202311115

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 100. fundur - 21.11.2023

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 101. fundur - 27.11.2023

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal með eftirfarandi breytingum:
Fundir í apríl verða haldnir 15., 22. og 29 apríl.
Fundir í maí verða haldnir 6., 13. og 27. maí.
Fundir í júní verða haldnir 3. og 24. júní auk þess sem möguleiki er á fundi 10. júní gerist þess þörf.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 88. fundur - 28.11.2023

Lagt er fyrir fundinn fundardagatal sveitarstjórnar, ráða og nefnda á fyrri helmingi næsta árs. Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagt fundardagatal.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 42. fundur - 06.12.2023

Fyrir fundinum liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2024.

Heimastjórn gerir engar athugasemdir við framlagt fundadagatal.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 44. fundur - 07.12.2023

Fyrir fundinum láu drög að fundadagatali sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2024.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fundadagatalið.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 41. fundur - 07.12.2023

Fyrir fundinum lágu drög að fundadagatali sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2024.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fundadagatalið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 41. fundur - 08.12.2023

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings í janúar til júlí 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fundadagatalið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 42. fundur - 13.12.2023

Fyrir liggur tillaga að fundardagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2024.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Jónína Brynjólfsdóttir.

Hildur Þórisdóttir tók við fundarstjórn á meðan Jónína tók til máls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal sveitarstjórnar og fastanefnda janúar til júlí 2024 og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að það verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ES)
Getum við bætt efni þessarar síðu?