Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

56. fundur 09. janúar 2025 kl. 10:00 - 12:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Uppsetning hraðhleðslustöðvar á Djúpavogi

Málsnúmer 202412020Vakta málsnúmer

Erindi frá Tesla Motor Iceland ehf um mögulega staðsetningu á hraðhleðslustöð á Djúpavogi, vísað til heimastjórnar frá Umhverfis- og framkvæmdaráði.
Að mati heimastjórnar er best að staðsetja hleðslustöð Tesla við bílaplanið í Blánni (við slökkvistöð) og telur nauðsynlegt að samhliða úthlutun lóðar undir þá starfsemi verði lagður vegur að sunnaverðu að tjaldsvæði og göngustíugur að miðbæ Djúpavogs, jafnframt er nauðsynlegt er að gera heildarskipulag fyrir svæðið.

Samþykkt samhljóða.

2.Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243Vakta málsnúmer

Umferðaröryggisáætlun Múlaþings lögð fram til umsagnar
Heimastjórn samþykkir að taka þetta fyrir á næsta fundi eftir að hafa farið yfir skýrsluna.

Samþykkt samhljóða.

3.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar málefni sem komu fram á "sveitarstjórnarbekknum" í desember.
Heimastjórn tekur undir athugasemdir íbúa um umbætur á sorphirðu og vetrarþjónustu í dreyfbýli.

Samþkkt samhljóða.

4.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Fjölskylduráðs við erindi heimastjórnar um frían aðgang ungmenna að líkamsræktaraðstöðu á Djúpavogi.

Dagný Erla Ómarsdóttir verkefnastjóri Íþrótta,- tómstunda,- og æskulýðsmála situr fundin undir þessum lið.
Að mati heimastjórnar eiga samkeppnissjónarmið þau sem Fjölskylduráð bendir á ekki við á Djúpavogi þar sem einungis er ein líkamsræktarstöð og er hún í eigu sveitarfélagsins.

Varðandi jafnræði íbúa þá er öllum er ljóst að byggðarlög sveitarfélagsins eru ekki eins og við sameininguna var lögð áhersla á að hvert þeirra myndi fá að njóta sinnar sérstöðu. Það megi þá jafnframt líta á það sem mismunun að ekki séu í boði sömu valkostir til afþreyingar í öllum byggðarlögum og að opnunartími opinberra stofnana og þjónustu sé ekki allstaðar sá sami og því sé eðlilegt að ungmenni á Djúpavogi njóti þeirrar sérstöðu að fá frían aðgang að líkamsrækt.

Heimastjórn hvetur Fjölskylduráð til þess að endurskoða sína afstöðu í þessu máli og samhliða því að flýta sem kostur er þeirri vinnu sem er í gangi varðandi samræmingu á gjaldskrám og aðgengi að íþróttamiðstöðvum í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Dagný Erla Ómarsdóttir

5.Matarauður Austurlands, samstarf

Málsnúmer 202202156Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi mögulega matarsmiðju á Djúpavogi.
Stefnt er að því að funda með fulltrúum Austurbrúar og áhugasömum aðilum í janúar.

6.Djúpavogsflugvöllur

Málsnúmer 202410056Vakta málsnúmer

Framtíð aðgengismála við og umhverfis Djúpavogsflugvöll rædd.
Heimastjórn telur bæði mikilvægt og brýnt að tryggja aðgengi akandi umferð að fjörunni út á sanda.

Heimastjórn felur starfmanni að kalla Umhverfis- og framkvæmdamálastjóra á fund til að fara yfir þá kosti sem eru í boði.

Samþykkt samhljóða.

7.Heilsársvegur um Öxi

Málsnúmer 202304027Vakta málsnúmer

Þann 8. nóv síðastliðin bauð Vegagerðin út hönnun fjögurra brúa á Axarvegi um Öxi ásamt gerð kostnaðaráætlunar og verklýsinga fyrir útboðsgögn.
Heimastjórn fagnar því að unnið sé í undirbúningi á uppbyggingu á heilsársvegi yfir Öxi.

Heimastjórn áréttar þó fyrri bókanir sínar um að farið verði í uppbyggingu á þessum 20 km vegi sem allra fyrst og bendir á að á síðasta ári (2024) hafi tæplega 100 þúsund bílar ekið yfir Öxi.

Heimastjórn beinir því til sveitastjórnar að taka málið upp á næsta fundi og þrýsta á nýjan ráðherra samgöngumála að koma uppbyggingu á Axarvegi á dagskrá sem allra fyrst.

Samþykkt samhljóða.

8.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Vel hefur gengið að hala Axarvegi opnum í vetur enda tíðarfar frekar hagstætt.
Heimastjórn beinir því til sveitarstjórnar að heimild um helmingakostnað við vetrarþjónustu verði nýtt til að halda Axarvegi opnum eins mikið og mögulegt er, því frá og með 5. janúar til 20. mars ber Vegagerðinni ekki að opna veginn samkvæmt G-reglu Vegagerðarinnar í vetrarþjónustu.

Heimastjórn beinir því einnig til samgönguyfirvalda að endurskoða forsendur vetrarþjónustu því að það sé með öllu óásættanlegt að dagatöl stjórni því hvort vegurinn er opnaður eða ekki. Þegar tíðarfar er gott ætti skylirðislaust að halda Axarvegi opnum, samanber grein Heimastjórnar í Bændablaðinu frá því í nóvember 2023. Núna sé snjór með allra minnsta móti og kostnaður við opnun því sáralítill.

Samþykkt samhljóða.

9.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Vatnsveita: Töluverðar tafir hafa orðið á vatnsveituframkvæmdum vegna seinkunar á afhendingu á búnaði frá birgjum. Vatnslaust varð á Djúpavogi þann 4. janúar síðastliðin og var orsök þess að safnþró við inntökumannvirki vatnsveitunar inni á Búlandsdal fór að leka. Tókst að laga það til bráðabirgða en ljóst að mjög mikilvægt er að klára nýja vatnsveitu sem allra fyrst. Vonir standa til þess að það klárist öðru hvoru megin við komandi helgi.

Hafnarframkvæmdir: Tafir hafa orðið á vinnu við rafmagnstengingar og vatn, en framkvæmdaaðilar hafa lofað að vinna við lokafrágang fari af stað í byrjun janúar.

Undirbúningur við hafnarhús við trébryggju eru hafnar.

10.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar verður haldin fimmtudaginn 6. febrúar kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl 16:00 föstudaginn 3. febrúar á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?