Fara í efni

Deiliskipulag, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202401135

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 169. fundur - 01.12.2025

Í upphafi dagskrárliðar nr 6. vakti Ásdís Hafrún Benediktsdóttir (ÁHB) máls á vanhæfi sínu undir málsliðum 6. og 7. ÁHB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar JB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék ÁHB af fundi við umræðu og afgreiðslu málanna.

Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi vegna Gilsárvirkjunar í Eiðaþinghá, dags. 27. nóvember 2025. Skipulagsáætlunin er unnin af EFLU fyrir hönd Orkusölunnar sem er framkvæmdaraðili.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsáætlun verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 04.12.2025

Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi vegna Gilsárvirkjunar í Eiðaþinghá, dags. 27. nóvember 2025. Skipulagsáætlunin er unnin af EFLU fyrir hönd Orkusölunnar sem er framkvæmdaraðili.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.12. 2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsáætlun verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu frá 169. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þar sem samþykkt var að kynna fyrirliggjandi skipulagsáætlun í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að vinnslutillaga deiliskipulagsins verði uppfærð með hliðsjón af áliti Skipulagsstofnunar um umhverfismat framkvæmda, frá 12.11. 2025, með hliðsjón af áhrifum framkvæmda á náttúru og dýralíf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?