Fara í efni

Samningur um uppbyggingu ljósleiðaraneta

Málsnúmer 202410252

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 65. fundur - 08.01.2026

Heimastjórn óskaði eftir fundi með Mílu vegna jósleiðaravæðingar lögheimila utan markaðsvæða í þéttbýli 2024-2026.
Ingimar Ólafsson deildarstjóri grunnkerfa hjá Mílu kom inn á fundinn. Í máli hans kom fram að verkefnið er á áætlun og áætluð verklok eru sumarið 2026 og verða þá öll staðföng með lögheimilisskráningu tengd við ljósleiðara. Fyrirtækjaeigendur og aðrir fasteignaeigendur (þar sem ekki er lögheimilisskráning til staðar) sem hafa áhuga á að fá tengdan ljósleiðara í sínar byggingar ættu að hafa samband við Mílu.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ingimar Ólafsson - mæting: 09:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?