Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

65. fundur 08. janúar 2026 kl. 09:00 - 10:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
  • Elísabet Dögg Sveinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Samningur um uppbyggingu ljósleiðaraneta

Málsnúmer 202410252Vakta málsnúmer

Heimastjórn óskaði eftir fundi með Mílu vegna jósleiðaravæðingar lögheimila utan markaðsvæða í þéttbýli 2024-2026.
Ingimar Ólafsson deildarstjóri grunnkerfa hjá Mílu kom inn á fundinn. Í máli hans kom fram að verkefnið er á áætlun og áætluð verklok eru sumarið 2026 og verða þá öll staðföng með lögheimilisskráningu tengd við ljósleiðara. Fyrirtækjaeigendur og aðrir fasteignaeigendur (þar sem ekki er lögheimilisskráning til staðar) sem hafa áhuga á að fá tengdan ljósleiðara í sínar byggingar ættu að hafa samband við Mílu.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ingimar Ólafsson - mæting: 09:15

2.Fyrirkomulag funda hjá ráðum og nefndum sveitarfélagsins

Málsnúmer 202601019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um fyrirkomulag funda ráða og heimastjórna hjá Múlaþingi.
Lagt fram til kynningar.

3.Hreindýraarður 2025

Málsnúmer 202512095Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar drög að hreindýraarði fyrir árið 2025 á ágangssvæði/jarðir í Múlaþingi. Drögin voru til skoðunar, m.a. á skrifstofum sveitarfélagsins 8. til 18. desember síðast liðinn.
Lagt fram til kynningar.

4.Úthlutun byggðakvóta í Múlaþingi á fiskveiðiárinu 2025 til 2026

Málsnúmer 202512198Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2025-2026.
Enn á ný fær Borgarfjörður eystri lágmarksúthlutun sem er 15 tonn. Heimastjórn leggur til að ekki verði sérreglur vegna úthlutunar hans og þarf því ekki að aðhafast frekar.

Vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Stjórnskipulag sveitarfélagsins

Málsnúmer 202508014Vakta málsnúmer

Til kynningar eru þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipuriti stjónsýslu sveitarfélagsins. Á fundinn undir þessum lið mætti Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir - mæting: 10:30

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar verður fimmtudaginn 5. febrúar 2026. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 2. febrúar. Erindi skal senda á netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is eða bréfleiðis til skrifstofu.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?