Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur, aðflugsljós

Málsnúmer 202503075

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 146. fundur - 31.03.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Í upphafi máls vakti ÞB athygli á mögulegu vanhæfi sínu sem starfsmaður Isavia Innanlandsflugvalla ehf. Tillagan var borin upp til atkvæða og felld með 7 atkvæðum.

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar frá Isavia Innanlandsflugvellir ehf. Með breytingunni verður gert ráð fyrir nýjum aðflugsljósum, ásamt nauðsynlegum öryggis- og tækjabúnaði, norðan við nyrðri enda flugbrautarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 09:00

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 08.04.2025

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar frá Isavia Innanlandsflugvellir ehf. Með breytingunni verður gert ráð fyrir nýjum aðflugsljósum, ásamt nauðsynlegum öryggis- og tækjabúnaði, norðan við nyrðri enda flugbrautarinnar.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 31.3.2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi bókun gerð:
Heimastjórn Fljótdalshéraðs samþykktir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 59. fundur - 05.06.2025

Fyrir liggur til umsagnar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs, sem náttúruverndarnefndar, að gefa umsögn um deiliskipulagsbreytingu vegna Egilsstaðaflugvallar. Deiliskipulagsbreytingin snýst um að gera ráð fyrir nýjum aðflugsljósum ásamt nauðsynlegum öryggisbúnaði og tækjabúnaði norður frá nyrðri enda flugbrautarenda Egilsstaðaflugvallar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna enda verið tekið tillit til umsagnar heimastjórnar til Skipulagsstofnunar vegna tilkynningar til ákvörðunar um matsskyldu, sem gerð var á fundi hennar 10.1.2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 153. fundur - 16.06.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Kynningu vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar í tengslum við uppsetningu nýrra aðflugsljósa lauk 11. júní sl. Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun og heimastjórn Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefndar. Engin umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, Fiskistofu, Rarik eða HEF veitum og Náttúruverndarstofnun kaus að skila ekki umsögn á þessum tímapunkti.
Mál áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 155. fundur - 30.06.2025

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar, dags. 23. júní 2025, fyrir breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna nýrra aðflugsljósa. Brugðist hefur verið við ábendingu Náttúruverndarstofnunar sem barst við kynningu vinnslutillögu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 60. fundur - 03.07.2025

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar, dags. 23. júní 2025, fyrir breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna nýrra aðflugsljósa. Brugðist hefur verið við ábendingu Náttúruverndarstofnunar sem barst við kynningu vinnslutillögu.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.6.2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samtþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?