Fara í efni

Fækkun sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 202505101

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 58. fundur - 14.05.2025

Fyrir liggur erindi frá Þresti Jónssyni dags.08.05.2025. þar sem hann leggur til að skoðað verði að fækka sveitarstjórnarfulltrúum úr 11 niður í 7 á næsta kjörtímabili.
Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason, Berglind Harpa Svavarsdóttir kom til svara, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til efnislegrar meðferðar hjá byggðaráði.

Samþykkt með 9 atkvæðum, tveir á móti (ES,ÁHB)

Byggðaráð Múlaþings - 153. fundur - 20.05.2025

Fyrir fundinum liggur bókun sveitarstjórnar dags.14.05.sl. þar sem erindi Þrastar Jónsonar var vísað til efnislegrar meðferðar hjá byggðaráði.
Málið áfram í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 158. fundur - 01.07.2025

Fyrir fundinum liggur minnisblað frá Róberti Ragnarssyni og Jóni Hróa Finnssyni hjá KPMG er varðar mögulega breytingu á fjölda sveitarstjórnarfulltrúa á næsta kjörtímabili.
Byggðaráð þakkar Jóni Hróa Finnssyni fyrir kynningu á minnisblaði um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn.

Lagt fram til kynningar

Gestir

  • Jón Hrói Finnsson

Byggðaráð Múlaþings - 164. fundur - 16.09.2025

Fyrir liggur að taka ákvörðun er varðar mögulega breytingu á fjölda sveitarstjórnarfulltrúa á næsta kjörtímabili.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð telur ekki tímabært að fækka sveitarstjórnarfulltrúum í sveitarstjórn Múlaþings. Málinu vísað áfram til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Kemur mér á óvart breytt afstaða meirihlutans í Byggðaráði í þessu máli. Það var samþykkt með 9 atkvæðum á 58 sveitarstjórnarfundi Múlaþings þann 8. maí að vísa máli þessu til efnislegrar meðferðar í Byggðaráði. Aðeins tveir fulltrúar Austurlistans sátu hjá í atkvæðagreiðslu. Síðan var unnið faglegt minnisblað af KPMG um "helstu sjónarmið". Ekkert þar kom fram um að fækkun sveitarstjórnarfulltrúa væri óæskileg. Engin haldbær rök hafa komið fyrir að fækka ekki fulltrúum úr 11 í 9, enda eru flest sveitarfélög af stærðargráðu Múlaþings með 9 eða 7 fulltrúa, tam. nágrannasveitarfélagið Fjarðarbyggð og eru þar þó engar heimastjórnir.
Á 60. Sveitarstjórnarfundi fyrir tæpri viku var heilmikil umræða um málið undir fundargerðum Byggðaráðs. Þar kom ekkert annað fram en að meirihlutinn væri enn hlynntur fækkun og kom það fram í máli ÍKH, BHS og VJ.
Nú er svo komið að meirihlutinn hefur tekið 180° beygju og "beilar út".
Skorti kjarkinn? Ákvarðanafælni? Ótti við að rugga bátnum rétt fyrir kosningar?
Eigi veit ég hvað "snerist í kýrhausnum" en þykir þetta skondin kúvending, en græt þann kostnað sem lagt var út í vegna ráðgjafar sem nú ónýtist.
Best að leggja þetta í hendur Guðs: "Deil þú Drottinn við þá sem deila við mig" (Sálm. 35:1)

Sveitarstjórn Múlaþings - 61. fundur - 15.10.2025

Fyrir liggur bókun byggðaráðs dags.16.09.2025. er varðar mögulega fækkun á fjölda sveitarstjórnarfulltrúa á næsta kjörtímabili. Málinu vísað til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Einar Freyr Guðmundsson, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþing tekur undir með byggðaráði að ekki sé tímabært að fækka sveitarstjórnarfulltrúum í Múlaþingi.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)
Getum við bætt efni þessarar síðu?