Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

164. fundur 16. september 2025 kl. 13:00 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði og fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varðar fjármál og rekstur
sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2026 og þriggja ára áætlunar á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 11. júní 2025.

Lagt fram til kynningar.

3.Fjárfestingaráætlun 2026

Málsnúmer 202508196Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun sem umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði m.a. til byggðaráðs til umsagnar.
Frestað til næsta fundar.

4.Mál HJH ehf gegn Múlaþingi

Málsnúmer 202508185Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Hlyni Jónssyni lögfræðingi fyrir hönd HJH ehf. um kröfur á hendur sveitarfélaginu vegna Skjólvangs 2 og Lagarfells 4.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð hafnar kröfum sem settar eru fram á hendur sveitarfélaginu af hálfu HJH efh. og felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við minnisblað frá Jóni Jónssyni lögmanni um málið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Steinar 1, framkvæmdir, gamla kirkjan á Djúpavogi

Málsnúmer 202106143Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi milli Múlaþings og Hollvinasamtaka um gömlu kirkjuna á Djúpavogi, varðandi nýtingu og starfsemi í húsinu. Einnig liggur fyrir bókun heimastjórnar Djúpavogs frá 4.9.2025 þar sem fram kemur að heimastjórn lítist vel á fyrirliggjandi drög.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi milli Múlaþings og Hollvinasamtaka um gömlu kirkjuna á Djúpavogi og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við samtökin.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Viðbragðsáætlun ef upp kemur grunur um ofbeldi eða óviðeigandi framkomu starfskrafts gagnvart barni

Málsnúmer 202509014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til samþykktar viðbragðsáætlun ef upp kemur grunur um ofbeldi eða óviðeigandi framkomu starfskrafts gagnvart barni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykktir fyrirliggjandi Viðbragðsáætlun ef upp kemur grunur um ofbeldi eða óviðeigandi framkomu starfskrafts gagnvart barni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Forvarnar- og viðbragðsáætlun vegna ógnandi hegðunar, ofbeldis, áreitni eða hótana í garð starfsfólks af hálfu þjónustuþega

Málsnúmer 202509015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til samþykktar forvarnar-og viðbragðsáætlun vegna ógnandi hegðunar, ofbeldis, áreitni eða hótana í garð starfsfólks af hálfu þjónustuþega.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi Forvarnar- og viðbragðsáætlun vegna ógnandi hegðunar, ofbeldis, áreitni eða hótana í garð starfsfólks af hálfu þjónustuþega.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Almenningsbókasöfn í Múlaþingi

Málsnúmer 202506266Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærðar tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi, sem unnar eru af deildastjóra menningarmála og skrifstofustjóra.
Málið var síðast á dagskrá byggðaráðs 26. ágúst 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrir liggja endurskoðaðar tillögur um þjónustu, aðstöðu og skipulag almenningsbókasafna í Múlaþingi, sem unnar eru af deildastjóra menningarmála og skrifstofustjóra.
Byggðaráð tekur vel í tillögurnar og felur deildarstjóra menningarmála, fjármálastjóra og sveitarstjóra að vinna málið áfram og kynna það í viðeigandi nefndum og ráðum.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn sat hjá (ÁMS)

9.Fækkun sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 202505101Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka ákvörðun er varðar mögulega breytingu á fjölda sveitarstjórnarfulltrúa á næsta kjörtímabili.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð telur ekki tímabært að fækka sveitarstjórnarfulltrúum í sveitarstjórn Múlaþings. Málinu vísað áfram til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Kemur mér á óvart breytt afstaða meirihlutans í Byggðaráði í þessu máli. Það var samþykkt með 9 atkvæðum á 58 sveitarstjórnarfundi Múlaþings þann 8. maí að vísa máli þessu til efnislegrar meðferðar í Byggðaráði. Aðeins tveir fulltrúar Austurlistans sátu hjá í atkvæðagreiðslu. Síðan var unnið faglegt minnisblað af KPMG um "helstu sjónarmið". Ekkert þar kom fram um að fækkun sveitarstjórnarfulltrúa væri óæskileg. Engin haldbær rök hafa komið fyrir að fækka ekki fulltrúum úr 11 í 9, enda eru flest sveitarfélög af stærðargráðu Múlaþings með 9 eða 7 fulltrúa, tam. nágrannasveitarfélagið Fjarðarbyggð og eru þar þó engar heimastjórnir.
Á 60. Sveitarstjórnarfundi fyrir tæpri viku var heilmikil umræða um málið undir fundargerðum Byggðaráðs. Þar kom ekkert annað fram en að meirihlutinn væri enn hlynntur fækkun og kom það fram í máli ÍKH, BHS og VJ.
Nú er svo komið að meirihlutinn hefur tekið 180° beygju og "beilar út".
Skorti kjarkinn? Ákvarðanafælni? Ótti við að rugga bátnum rétt fyrir kosningar?
Eigi veit ég hvað "snerist í kýrhausnum" en þykir þetta skondin kúvending, en græt þann kostnað sem lagt var út í vegna ráðgjafar sem nú ónýtist.
Best að leggja þetta í hendur Guðs: "Deil þú Drottinn við þá sem deila við mig" (Sálm. 35:1)

10.Ályktanir aðalfundar NAUST 23.ágúst 2025

Málsnúmer 202509002Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem var haldinn 23. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi V-lista (ÁMS) tekur undir ályktanir NAUST þar sem sveitarstjórnir Austurlands eru hvattar til að standa með náttúrunni og leggja aukið vægi á náttúruvernd í ákvarðanatöku. Í ályktununum er m.a. varað við hættum sjókvíaeldis, stórtækum áformum um vindorkuver og því að Hamarsvirkjun hafi verið færð aftur í biðflokk þvert á niðurstöður rammaáætlunar. Einnig er bent á mikilvægi þess að byggt sé á vísindalegri þekkingu og að nýta ætti núverandi raforku á skynsamlegan hátt áður en ráðist er í nýjar virkjanir. Auk þess hvetur fulltrúinn til þess að náttúran njóti vafans í ríkara mæli en hingað til hefur verið gert.

11.Fundargerðir Fagráðs Minjasafns Austurlands

Málsnúmer 202506083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð fagráðs Minjasafnsins dags. 18.08.2025
Lagt fram til kynningar

12.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fundagerð Sambands íslenskra sveitarfélaga dags.12.08.2025.
Lagt fram til kynningar

13.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202501210Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga dags. 20.06.2025.
Lagt fram til kynningar

14.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS 2025

Málsnúmer 202501154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum dags. 20.06.2025.
Lagt fram til kynningar

15.Samráðsgátt. Áform um breytingu á lögum nr. 491997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Málsnúmer 202401072Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Samráðsfrestur er til og með 19.sept næstkomandi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að skila inn umsögn í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?