Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

62. fundur 12. nóvember 2025 kl. 13:00 - 16:40 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði og fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2026 - 2029, sem vísað var frá byggðaráði til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Berglind Harpa Svavarssdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Björg Eyþórsdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Einar Freyr Guðmundsson, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2026, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu hjá byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ).

2.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til samþykktar hjá sveitarstjórn gjaldskrár hafna í Múlaþingi 2026,
gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi 2026, gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi 2026 og gjaldskrá fasteignagjalda í Múlaþingi 2026.
Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir eftirfarandi varðandi gjaldskrá fasteignagjalda í Múlaþingi árið 2026:

Útsvar:
Álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2026 verði 14,97% af útsvarsstofni í Múlaþingi.
Álagningarhlutföll fasteignaskatts 2026
- Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði A flokkur: 0,45%
- Álagningarhlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði C flokkur: 1,625%
- Álagningarhlutfall fasteignaskatts á opinbert húsnæði B flokkur:1,32%
- Lóðaleiga: 0,75% af lóðamati

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði 9 talsins og fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar 2026 og síðasti 1. október 2026.

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2026.
- Hámark afsláttar verði 150.486 kr.
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
- Lágmark 5.784.150 kr.
- Hámark 7.519.396 kr.
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
- Lágmark 8.134.337 kr.
- Hámark 10.304.660 kr.

Álagningarhlutföll holræsagjalda af fasteignamati húss og lóðar
- Álagningarhlutfall holræsagjalds á íbúðarhúsnæði: 0,30%.
- Álagningarhlutfall holræsagjalds á atvinnuhúsnæði: 0,30%.
- Álagningarhlutfall holræsagjalds á opinbert húsnæði: 0,30%.
- Gjaldskrá annarra tengdra gjalda fráveitu hækka til samræmis við breytingu á byggingarvísitölu.

Rotþróargjöld og vatnsgjald
Rotþróagjöld verði kr. 23.500 á ári fyrir rotþró allt að 6.0m3.
- Fyrir stærri rotþrær en 6.0m3 verði rotþróargjald kr. 5.800 á ári fyrir hvern rúmmetra þróar.
- Önnur gjöld fylgja byggingarvísitölu, sbr. 4. mgr. 7. gr og verða uppfærð skv. venju.

Miðað er við að álagningarhlutföll vatnsgjalda verði eftirfarandi
- Vatnsgjald pr. ferm. í húsnæði 305 kr. auk 10.721 kr. fastagjalds.
- Árlegt vatnsgjald af sumarhúsum/frístundahúsum skal þó að lágmarki vera 38.000 kr.

Sorpgjöld
Helstu atriði er varðar gjöld við álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2026:
Fast gjald á allar fasteignir:
Fast gjald á fasteignir í a-flokki er 17.250 kr.
Fast gjald á fasteignir í b- og c-flokki er 46.000 kr.

Breytileg gjöld fyrir sorpílát sem eru allt að 15 m frá hirðubíl eftir úrgangstegund (kr. á ári)

Pappír og pappi
240 l 9.600 kr.
360 l 14.400 kr.
660 l 26.400 kr. **
1100 l 44.000 kr. **

Plast
240 l 9.600 kr.
360 l 14.400 kr.
660 l 26.400 kr. *
1100 l 44.000 kr. *

Matarleifar
120/140 l 13.500 kr.

Blandaður úrgangur
140 l 19.300 kr
240 l 33.100 kr
360 l 49.700 kr
660 l 91.100 kr. **
1100 l 151.800 kr. **

* Aðeins í boði fyrir fjölbýli
** Aðeins í boði fyrir fjölbýli og íbúðarhús í dreifbýli.

Ársgjald heimajarðgerðar: 4.000 kr

Gjald á frístundahús í sumarhúsahverfum sem fá sorphorðuþjónustu (til viðbótar við fast gjald): 22.000 kr

Urðunargjöld í Tjarnarlandi
Þjónustugjald á urðunarstað: 60 kr. per kg.

Að öðru leiti eru gjaldskrár Hafna Múlaþings, gjaldskrá skipulags- og byggingarmála og gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs sbr. fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 06.10.2025 og 27.10.2025 staðfestar í heild sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Stjórnskipulag sveitarfélagsins

Málsnúmer 202508014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun byggðaráðs dags. 28.10.2025, þar sem drögum að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu Múlaþings er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu Múlaþings sem mun gilda frá næstu áramótum. Sveitarstjóra falið að innleiða breytingarnar.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ES)

4.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs dags. 28.10.2025, þar sem uppfærðri stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga er vísað til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.
Til máls tóku: Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa þjónustustefnu í byggðum Múlaþings til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ímynd Múlaþings

Málsnúmer 202510049Vakta málsnúmer

Þröstur Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi hefur óskað eftir að settur verður á dagskrárliður sem ber heitið "Ímynd Múlaþings".
Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Stefánsdóttir, Einar Freyr Guðmundsson, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Hildur Þórisdóttir, Einar Freyr Guðmundsson sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar, Vilhjálmur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir með andsvar og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Lagt fram til kynningar.

6.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 62

Málsnúmer 2510022FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Seyðisfjarðar dags. 05.11.2025.
Til máls tóku: Vegna liðar 3, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Dagmar Ýr Svavarsdóttir sem kom til svara, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir svaraði fyrirspurn Ásrúnar, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir og Þröstur Jónsson sem kom til andsvara.

Lagt fram til kynningar.

7.Byggðaráð Múlaþings - 167

Málsnúmer 2510010FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags. 21.10.2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Byggðaráð Múlaþings - 168

Málsnúmer 2510019FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags. 28.10.2025.
Til máls tóku: Vegna liðar 5, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Ívar Karl Hafliðason sem kom til svara, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Berglind Harpa Stefánsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson með andsvar.

Lagt fram til kynningar.

9.Byggðaráð Múlaþings - 169

Málsnúmer 2510025FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags. 04.11.2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 164

Málsnúmer 2510012FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 20.10.2025.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 165

Málsnúmer 2510018FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 27.10.2025.
Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 166

Málsnúmer 2510028FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 03.11.2025.
Til máls tóku: Vegna liðar 7, þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem kom til svara, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason og Jónína Brynjólfsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

13.Fjölskylduráð Múlaþings - 143

Málsnúmer 2510013FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags. 21.10.2025.
Lagt fram til kynningar.

14.Fjölskylduráð Múlaþings - 144

Málsnúmer 2510020FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags. 28.10.2025.
Lagt fram til kynningar.

15.Fjölskylduráð Múlaþings - 145

Málsnúmer 2510030FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags. 04.10.2025.
Lagt fram til kynningar.

16.Ungmennaráð Múlaþings - 42

Málsnúmer 2510023FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð ungmennaráðs dags. 27.10.2025.
Til máls tók: Vegna liðar 5, Ívar Karl Hafliðason

Lagt fram til kynningar.

17.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem fram undan eru.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?