Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

64. fundur 08. janúar 2026 kl. 09:00 - 12:05 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Stjórnskipulag sveitarfélagsins

Málsnúmer 202508014Vakta málsnúmer

Til kynningar eru þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipuriti stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á fundinn undir þessum lið mætti Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri.
Lagt fram til kynningar.

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2026

Málsnúmer 202510065Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð er endurskoðun á 10 ára húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og liggur fyrir minnisblað með helstu breytingum sem áætlaðar eru á henni. Málið var áður á dagskrá 04.12.2025. þar sem því var frestað.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar felur starfsmanni að láta gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umhverfishönnun, Seyðisfjörður, nýtt tjaldsvæði

Málsnúmer 202404034Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið komu Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdamálastjóri og Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála sem fóru yfir og kynntu fyrir heimastjórn m.a. frumhönnun og skipulag á nýja tjaldsvæðinu við Ránargötu. Málið var áður á dagskrá 04.12.2025. þar sem því var frestað.
Málið er áfram í vinnslu.

4.Vetraþjónusta á Seyðisfirði

Málsnúmer 202511291Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Margréti Guðjónsdóttur fulltrúa heimastjórnar að taka til umræðu verklag vetrarþjónustu í þéttbýli og dreifbýli. Inn á fundinn undir þessum lið komu Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis-og framkvæmdamálastjóri og Sveinn Ágúst Þórsson, verkstjóri þjónustumiðstöðar á Seyðisfirði. Málið var áður á dagskrá 04.12.2025. þar sem því var frestað.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar Hugrúnu Hjálmarsdóttur og Sveini Á.Þórssyni fyrir yfirferðina og felur starfsmanni að óska eftir fundi með Vegagerðinni varðandi ástand vega út með firði beggja fjarðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðstaða fyrir víkingagarð á Seyðisfirði

Málsnúmer 202510043Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn lá að taka afstöðu til verkefnis "Víkingagarðurinn" sem óskað hefur verið eftir að setja upp í Hafnargarðinum. Eggert Már Sigtryggsson þjónustufulltrúi á framkvæmda- og umhverfismálasviði kom inn á fundinn og fór yfir stöðu mála. Málið var áður á dagskrá 04.12.2025, þar sem því var frestað.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar telur að uppsetning á fyrirhugaðri starfsemi krefjist umtalsvert meiri umfangs og uppsetningar en samræmist hugmyndum um torgsölu í Hafnargarðinum. Heimastjórn Seyðisfjarðar hvetur málsaðila til að sækja um viðeigandi lóð fyrir starfsemina og vísar til lausra lóða sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Sveitarstjórnarbekkurinn 2025

Málsnúmer 202512074Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ábending er fram kom á sveitarstjórnarbekknum 13. desember 2025 sem varðar gangbrautamál á Seyðisfirði og er vísað til heimastjórnar til skoðunar.
Málið áfram í vinnslu.












7.Hreindýraarður 2025

Málsnúmer 202512095Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til kynningar drög að hreindýraarði fyrir árið 2025 á ágangssvæði/jarðir í Múlaþingi. Drögin voru til skoðunar, m.a. á skrifstofum sveitarfélagsins 08. til 18. desember síðast liðinn.
Lagt fram til kynningar.

8.Fyrirkomulag funda hjá ráðum og nefndum sveitarfélagsins

Málsnúmer 202601019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fyrirkomulag fjarfunda hjá ráðum og nefndum sveitarfélagsins. Skerpa þarf á reglum m.a. um, að fólk sé í mynd á fjarfundum, með heyrnatól þar sem trúnaður ríkir og stundvísi mikilvæg.
Lagt fram til kynningar.

9.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð starfshóps um undirbúning nýs Seyðisfjðararskóla dags.17.12.2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?