Fara í efni

Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 129. fundur - 07.10.2024

Fyrir liggja drög að gjaldskrám fyrir árið 2025, annars vegar fyrir skipulags- og byggingarmál og hins vegar meðhöndlun og förgun úrgangs. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á gjaldskrám fyrir handsömum og vörslu búfjár eða hunda- og kattahald á næsta ári.

Málið er áfram í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson
  • Vordís Jónsdóttir

Heimastjórn Djúpavogs - 53. fundur - 10.10.2024

Fram hafa komið athugasemdir frá foreldrum á Djúpavogi varðandi kostnað við aðgang að líkamsræktaraðstöðu fyrir unglinga.

Heimastjórn leggur til að frítt verði í líkamsræktaraðstöðuna í Íþróttamiðstöð Djúpavogs með sama hætti og í sundlaugina fyrir unglinga og hefur því þegar verið komið á framfæri við starfsfólk fjölskyldusviðs sem mun taka málið upp á næsta fundi Fjölskylduráðs.

Ekki sé rétt að mismuna unglingum eftir því hvort þeir velji sund eða líkamsrækt sér til heilsubótar innan íþróttamiðstöðvarinnar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 130. fundur - 21.10.2024

Verkefnastjóri umhverfismála og verkefnastjóri framkvæmdamála sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að gjaldskrám fyrir árið 2025, annars vegar fyrir skipulags- og byggingarmál og hins vegar meðhöndlun og förgun úrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi 2025. Jafnframt samþykkir ráðið gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs 2025 og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir
  • Stefán Aspar Stefánsson

Fjölskylduráð Múlaþings - 114. fundur - 22.10.2024

Fjölskylduráð samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrám hjá félagsþjónustu er varða stuðningsþjónustu og akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og vísar málinu til áframhaldandi meðferðar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 131. fundur - 28.10.2024

Hafnastjóri og verkefnastjóri hafna sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að gjaldskrá fyrir hafnir Múlaþings 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
Jafnframt felur ráðið hafnastjóra að skoða mögulegar breytingar á hafnarreglugerð hafna Múlaþings með tilliti til viðurlaga við brotum á reglum um umferð á hafnarsvæðum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Eiður Ragnarsson

Fjölskylduráð Múlaþings - 115. fundur - 29.10.2024

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár er varða íþróttamannvirki og frístundaþjónustu og er hækkunin 2,5%. Málinu er vísað til áframhaldandi meðferðar sveitarstjórnar. Fræðslustjóra er falið að koma með drög að samræmdri gjaldskrá fyrir íþróttamiðstöðvar og sundlaugar í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 116. fundur - 05.11.2024

Fyrir liggja gjaldskrár fyrir fræðslumál og er hækkunin 2,5%.
Fjölskylduráð samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrám hjá fræðslumálum er varða leik- og grunnskóla og vísar málinu til áframhaldandi meðferðar sveitarstjórnar.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn sat hjá (JHÞ).

Sveitarstjórn Múlaþings - 52. fundur - 13.11.2024

Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2025 verði 14,97%.

Álagningarhlutföll fasteignaskatts 2025.

*
Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði A flokkur
0,475%.
*
Álagningarhlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði C flokkur 1,65%.
*
Álagningarhlutfall fasteignaskatts á opinbert húsnæði B flokkur 1,32%.

* Lóðaleiga 0,75% af lóðamati

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði 9 talsins og fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar 2025 og síðasti 1. október 2025.

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2025:

*
Hámark afsláttar verði 141.748 kr.

Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
*
Lágmark 5.426.032 kr
*
Hámark 7.053.842

Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
*
Lágmark 7.630.410 kr
Hámark 9.666.660 kr

Álagningarhlutföll holræsagjalda af fasteignamati húss og lóðar:
*
Álagningarhlutfall holræsagjalds á íbúðarhúsnæði 0,31%.
*
Álagningarhlutfall holræsagjalds á atvinnuhúsnæði 0,31%.
*
Álagningarhlutfall holræsagjalds á opinbert húsnæði 0,31%.
*
Gjaldskrá annarra tengdra gjalda fráveitu hækka til samræmis við breytingu á
byggingarvísitölu.

Rotþróargjöld:
Rotþróargjöld verði kr. 22.700 á ári fyrir rotþró allt að 6.0m3.
*
Fyrir stærri rotþrær en 6.0m3 verði rotþróargjald kr. 5.600 á ári fyrir hvern rúmmetra
þróar.
*
Önnur gjöld fylgja byggingarvísitölu, sbr. 4. mgr. 7. gr og verða uppfærð skv. venju.

Miðað er við að álagningarhlutföll vatnsgjalda verði eftirfarandi:
*
Vatnsgjald pr. ferm. í húsnæði 305 kr. auk 10.721 kr. fastagjalds.

*
Árlegt vatnsgjald af sumarhúsum/frístundahúsum skal þó að lágmarki vera 36.225 kr.

Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála, fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs, og gjaldskrá fyrir hafnir Múlaþings, sbr. fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.10.2024 og 28.10.2024. Gjaldskrár fyrir félagsþjónustu Múlaþings, gjaldskrár fræðslumála og gjaldskrár íþróttamannvirkja sbr. fundagerðir fjölskylduráðs frá 22.10.2024, 29.10.2024 og 05.11.2024 eru staðfestar í heild sinni.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að eigi síðar en í byrjun janúar hafi gjaldskrár verið birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 118. fundur - 26.11.2024

Fyrir liggja drög að gjaldskrám fyrir árið 2025 vegna íþróttamannvirkja.
Málið áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 135. fundur - 02.12.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að breytingu á gjaldskrá þjónustumiðstöðva Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrá þjónustumiðstöðva Múlaþings í samræmi við þær breytingar sem ræddar voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 119. fundur - 03.12.2024

Gjaldskrá stuðningsþjónustu, frístundaþjónustu Sólarinnar og íþrótta- og æskulýðsmála 2025.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskráar og vísar málinu til áframhaldandi meðferðar sveitarstjórnar. Á vormánuðum verður farið í að endurskoðun á gjaldskrám íþrótta- og æskulýðsmála. Ráðið fagnar jafnframt því skrefi sem tekið er í samstarfi milli skíðasvæðanna í Stafdal og Oddskarði til að mynda með samræmdri gjaldskrá.

Samþykkt með handauppréttingu með sex atkvæðum, einn sat hjá (JHÞ).
Getum við bætt efni þessarar síðu?