Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

64. fundur 14. janúar 2026 kl. 13:00 - 13:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
  • Óðinn Gunnar Óðinsson sviðsstjóri stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson sviðsstjóri stjórnsýslu

1.Úthlutun byggðakvóta í Múlaþingi á fiskveiðiárinu 2025 til 2026

Málsnúmer 202512198Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá innviðaráðuneytinu bréf dagsett 18. desember 2025 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2025 til 2026.
Fyrir liggja einnig bókanir heimastjórnar Borgarfjarðar og heimastjórnar Djúpavogs frá 8. janúar 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings fer ekki fram á að verði sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta til Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Lánasamningar 2026

Málsnúmer 202601015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá fundi byggðaráðs 6. janúar 2026, tillaga til sveitarstjórnar um að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 420.000.000, samkvæmt þeim lánaskilmálum sem í boði eru á þeim tíma sem lánið er tekið. Einnig liggja fyrir drög að lánssamningi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir hér með á fundi sínum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 420.000.000,- með lokagjalddaga þann 4. desember 2033 í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir fundinum og sem sveitarstjórn hefur kynnt sér.
Til tryggingar láninu, þ.m.t. höfuðstól, vöxtum, verðbótum, dráttarvöxtum, uppgreiðslugjaldi og öðrum kostnaði, samþykkir sveitarstjórnin að tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, verði veðsettar.
Lánið er tekið til endurfjármögnunar á eldri lánum sveitarfélagsins hjá Lánasjóðnum. Um er að ræða verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, samanber 3. gr. laga nr. 150/2006 um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga.
Jafnframt er Dagmar Ýr Stefánsdóttur, sveitarstjóra kt., 120982-3629, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Múlaþings, sem og til að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda öll skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökunni, þar á meðal beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjölskyldustefna

Málsnúmer 202505160Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjölskyldustefnu Múlaþings sem samþykkt var í fjölskylduráði 16. desember 2025. Við undirbúning stefnunnar voru haldnir íbúafundir, skólaþing og fundir með hagaðilum. Stefnan verður síðan útfærð með mælanlegum markmiðum og aðgerðaáætlun sem endurskoðuð verður árlega.
Til máls tóku: Björg Eyþórsdóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspur, Björg Eyþórsdóttir sem svaraði, Þöstur Jónsson sem gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi fjölskyldustefnu Múlaþings og þakkar hlutaðeigandi fyrir góða vinnu við gerð stefnunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 8. janúar 2026, frá Guðnýju Láru Guðrúnardóttur, þar sem óskað er eftir áframhaldandi tímabundinni lausn frá störfum í sveitarstjórn, fjölskylduráði og heimastjórn Djúpavogs til 1. apríl 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að veita Guðnýju Láru Guðrúnardóttur áframhaldandi tímabundna lausn frá setu í sveitarstjórn, fjölskylduráði og heimastjórn Djúpavogs. Einar Freyr Guðmundsson tekur áfram tímabundið sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn Múlaþings og aðalmaður í fjölskylduráði til 1. apríl 2026, í stað Guðnýjar Láru. Varamaður Guðnýjar Láru í fjölskylduráði verður áfram til sama tíma Guðný Margrét Hjaltadóttir. Ívar Karl Hafliðason tekur áfram tímabundið sæti sem formaður heimastjórnar á Djúpavogi og Einar Freyr Guðmundsson sem varamaður formanns til 1. apríl 2026, í stað Guðnýjar Láru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Heimastjórn Borgarfjarðar - 65

Málsnúmer 2601001FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Borgarfjarðar frá 8. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

6.Heimastjórn Djúpavogs - 67

Málsnúmer 2512011FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Djúpavogs frá 8. janúar 2026.
Til máls tók: Vegna liðar 1 Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

7.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 65

Málsnúmer 2512014FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá 8. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

8.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 64

Málsnúmer 2512005FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Seyðisfjarðar frá 8. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

9.Byggðaráð Múlaþings - 174

Málsnúmer 2512004FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð byggðaráðs dagsett 16. desember 2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Byggðaráð Múlaþings - 175

Málsnúmer 2512012FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð byggðaráðs dagsett 6. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 170

Málsnúmer 2512007FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dagsett 15. desember 2025.
Lagt fram til kynningar.

12.Fjölskylduráð Múlaþings - 149

Málsnúmer 2512009FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð fjölskylduráðs dagsett 16. desember 2025.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjölskylduráð Múlaþings - 150

Málsnúmer 2512016FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð fjölskylduráðs dagsett 6. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

14.Ungmennaráð Múlaþings - 44

Málsnúmer 2512008FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð ungmennaráðs dagsett 15. desember 2025.
Lagt fram til kynningar.

15.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202601052Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem fram undan eru.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?