Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

73. fundur 16. janúar 2023 kl. 08:30 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Sveinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Aðalskipulagsbreyting, Efnistaka í Skaganámu

Málsnúmer 202208053Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir stækkun Skaganámu. Samhliða er lögð fram vinnslutillaga breytingarinnar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipulags- og matslýsing ásamt vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupsstaðar 2010-2030 dagsettar 13.01.2023 verði kynntar samkvæmt 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Jónsson

2.Umsókn um byggingarheimild, Skipalækur 1, 700,

Málsnúmer 202210193Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform og byggingarheimild fyrir aðstöðuhúsi á tjaldstæðinu að Skipalæk 1 (L212667). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs en deiliskipulag er ekki í gildi fyrir svæðið. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Umhverfis- og framkvæmdaráð vill jafnframt koma því á framfæri að frekari uppbygging, umfram þessa byggingu, kallar á deiliskipulagsgerð.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Jónsson

3.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti stöðu verkefna á sviðinu.

Lagt fram til kynningar.

4.Atvinnulóðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202301126Vakta málsnúmer

Rætt um framboð og eftirspurn eftir atvinnu- og iðnaðarlóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka saman upplýsingar um stöðu iðnaðar- og athafnalóða á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Samþykkt samhljóða.

5.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Þórunn Óladóttir vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu undir þessum lið sem skólastjóri Seyðisfjarðarskóla. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða og vék Þórunn af fundi við umræðu og afgreiðslu.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að erindisbréfi starfshóps vegna undirbúnings við nýjan Seyðisfjarðarskóla auk tilnefninga í hópinn frá heimastjórn Seyðisfjarðar og fjölskylduráði Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Jafnframt samþykkir ráðið eftirfarandi fulltrúa í hópinn:
Jónínu Brynjólfsdóttur fyrir hönd umhverfis- og framkvæmdaráðs sem verður jafnframt formaður starfshópsins og Þórhall Borgarsson til vara. Fjölskylduráð tilnefnir Guðnýju Láru Guðrúnardóttur og til vara Jóhann Hjalta Þorsteinsson. Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Margréti Guðjónsdóttur og Björgu Eyþórsdóttur til vara. Jafnframt verða í starfshópnum fjórir starfsmenn Múlaþings; framkvæmda og umhverfismálastjóri, fræðslustjóri, verkefnastjóri framkvæmda auk skólastjóra Seyðisfjarðarskóla.

Samþykkt samhljóða.

6.Húsnæðisáætlun Múlaþings, endurskoðun fyrir 2023

Málsnúmer 202210141Vakta málsnúmer

Drög að húsnæðisáætlun lögð fram til kynningar ásamt minnisblaði um fram komnar athugasemdir. Fulltrúum í ráðinu gefið færi á að koma á framfæri athugasemdum. Endanleg tillaga verður tekin til samþykktar á næsta fundi ráðsins.

Málið er í vinnslu.

7.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2022

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Fundargerð 170. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá verkefnastjóra umhverfismála vegna sérstakrar bókunar HAUST um vöðvasull í sláturlömbum.

8.Umhverfismatsskýrsla vegna Fjarðarheiðarganga

Málsnúmer 202205413Vakta málsnúmer

Álit Skipulagsstofnunar um umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga sem gefið var út í lok árs 2022 lagt fram til kynningar.

Sveinn Jónsson (M-lista) lagði fram eftirfarandi bókun:
Áliti Skipulagsstofnunar er fagnað og það talið unnið af vandvirkni. Svo sem vænta mátti tekur álitið að stærstum hluta á því er varðar leiðaval frá gangamunna héraðs megin. Álitið varpar all skýru ljósi á margvíslega ágalla umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar, sem verður því að bæta vinnubrögð sín fyrir alla ákvarðanatöku.
Á það þó ekki hvað síst við um það, að matið tekur ekki til heildarumfangs leiða héraðs megin frá sameiginlegum upphafspunktum á Egilsstaðanesi annars vegar og Hnútu hins vegar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?