Fara í efni

Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 50. fundur - 23.03.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri veitti upplýsingar um breytingar á starfsmannahaldi, stöðu byggingarmála, viðhald gatna og kostnað við snjómokstur. Fram kom að allnokkur fjöldi mála liggur fyrir þar sem sveitarfélagið hefur lokið sinni yfirferð og samþykkt byggingaráform en ekki gefið út byggingarleyfi þar sem framkvæmdaaðilar hafa ekki skilað inn gögnum eða staðfestingar sem þurfa að liggja fyrir áður en leyfi eru gefin út.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð brýnir umsækjendur um byggingar- og framkvæmdaleyfi til þess að nýta tímann í aðdraganda vorsins vel til að ljúka undirbúningi og skila nauðsynlegum gögnum svo gefa megi leyfi út í tíma. Ráðið ítrekar að útgáfa byggingar- og framkvæmdaleyfa eru forsenda þess að heimilt sé að hefja framkvæmdir. Komi til þess að framkvæmdir verði hafnar án þess að fyrir liggi útgefið byggingar- eða framkvæmdaleyfi mun sveitarfélagið láta stöðva slíkar framkvæmdir þar til nauðsynleg leyfi liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 56. fundur - 10.06.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti starfsmenn sviðsins, fyrirhugaðar framkvæmdir sumarsins og fór yfir stöðu skipulags- og byggingarmála í sveitarfélaginu.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57. fundur - 21.06.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir sumarsins.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 63. fundur - 19.09.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir stöðu verkefna á sviðinu.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 64. fundur - 26.09.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti stöðu verkefna á sviðinu.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir drög að þriggja ára áætlun í gatnagerð.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 73. fundur - 16.01.2023

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti stöðu verkefna á sviðinu.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 78. fundur - 27.02.2023

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir helstu verkefni sem eru í gangi.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 33. fundur - 02.03.2023

Inn á fundinn kom Hugrún Hjálmarsdóttir sviðsstjóri umhverfis - og framkvæmdasviðs Múlaþings og fór yfir helstu framkvæmdir sem sviðið fyrirhugar á Borgarfirði á næstu árum. 

Á næstu misserum eru fyrirhugaðar gatnagerð og lagfæringar á götum á Borgarfirði m.a. í samstarfi við Vegagerðina. Heimastjórn hyggst bjóða fulltrúa Vegagerðarinnar á næsta fund til að fara yfir þau mál. 

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 09:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 85. fundur - 22.05.2023

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir helstu verkefni sem eru í gangi og á döfinni.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir helstu verkefni sem eru í gangi og á döfinni.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 103. fundur - 18.12.2023

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir helstu verkefni á sviðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta kynna reglur um vetrarþjónustu á miðlum Múlaþings. Jafnframt hvetur ráðið íbúa og aðra til þess að koma ábendingum um það sem má betur fara varðandi vetrarþjónustu á framfæri á netfanginu mulathing@mulathing.is.
Að gefnu tilefni minnir ráðið á að kurteisi og vinsemd er mikilvæg í öllum samskiptum, bæði á samfélagsmiðlum og í samskiptum við starfsmenn sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 110. fundur - 04.03.2024

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir helstu verkefni líðandi stundar.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?