Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

75. fundur 30. janúar 2023 kl. 08:30 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Garðyrkjustjóri Múlaþings fer yfir helstu verkefni.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Jón Kristófer Arnarson - mæting: 08:30

2.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðs 2010-2030 fyrir Fjarðarheiðargöng. Skipulagsgögn eru dagsett 27. janúar 2023, sett fram í greinargerð, á þéttbýlisuppdrætti og sveitarfélagsuppdrætti.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

3.Deiliskipulagsbreyting, Miðvangur 8

Málsnúmer 202212110Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða, sett fram á skipulagsuppdrætti og greinargerð dagsett 27. janúar 2023. Vinnslutillaga breytingarinnar var kynnt frá 11. janúar 2023 með athugasemdafresti til 26. janúar sl. Engin athugasemd barst en fyrir ráðinu liggja umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Málið er í vinnslu og felur umhverfis- og framkvæmdaráð skipulagsfulltrúa að láta gera breytingar á uppdrætti í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

4.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil sett fram í greinargerð með skipulagsuppdráttum, dagsett 17. janúar 2023. Um er að ræða heildræna stefnu um uppbyggingu ferðaþjónustu- og áfangastaðarins við Stuðlagil á Efri-Jökuldal.
Jafnframt eru lögð fram greinargerð og breytingaruppdráttur aðalskipulags fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Stuðlagili, dagsettur 17. janúar 2023.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið leggur áherslu á að sérstaklega verði óskað eftir umsögnum landeigenda við tillöguna á auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulag, Hákonarstaðir á Jökuldal

Málsnúmer 202111209Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu að Hákonarstöðum á Jökuldal. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti með greinargerð, dagsett 17. janúar 2023.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulagsbreyting, Grund á Jökuldal

Málsnúmer 202111210Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu að Grund á Jökuldal. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdrætti með greinargerð, dagsett 17. janúar 2023.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

7.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2023

Málsnúmer 202301192Vakta málsnúmer

Fundargerð 171. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?