Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202105090

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 27. fundur - 30.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar og kynningar á lýsingunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir skipulags- og matslýsingu með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum varðandi umsagnaraðila og vísar því til sveitarstjórnar að hún verði auglýst og kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 30.06.2021, er snýst um skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir byggðaráð Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing vegnar breytinga á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar verði auglýst og kynnt. Skipulagsfulltrúa Múlaþings falið að sjá um framkvæmd þess.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?