Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202105090

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 27. fundur - 30.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar og kynningar á lýsingunni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir skipulags- og matslýsingu með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum varðandi umsagnaraðila og vísar því til sveitarstjórnar að hún verði auglýst og kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 27. fundur - 06.07.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 30.06.2021, er snýst um skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir byggðaráð Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing vegnar breytinga á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar verði auglýst og kynnt. Skipulagsfulltrúa Múlaþings falið að sjá um framkvæmd þess.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 58. fundur - 05.07.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga, dags. 1. júlí 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði auglýst og kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 25. fundur - 04.08.2022

Óskað er eftir umsögn heimastjórnar við vinnslutillögu Eflu Verkfræðistofu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030. Breytingarnar tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum við jarðgöng undir Fjarðarheiði. Við Seyðisfjörð er um að ræða staðsetningu gangamunna, nýja veglínu og undirgöng, efnistökusvæði, breytta landnotkun vegna færslu á golfvelli auk skilgreininga á nýjum göngu-, hjóla- og reiðleiðum.

Heimastjórn Seyðisfjarðar telur mikilvægt að gætt verði að því að eiga gott samtal við stjórn Golfklúbbs Seyðisfjarðar nú sem fyrr, bæði varðandi undirbúning, framkvæmd færslu og uppbyggingu golfvallarins á nýju svæði. Mikilvægt er að klára samninginn við Golfklúbb Seyðisfjarðar svo uppbygging golfvallarins geti sem geti hafist sem fyrst.

Heimastjórn telur að skýra þurfi frekar tillögur um Göngu- hjóla- og reiðleiðir. Mikilvægt er að vera í samskiptum við þá aðila sem sinna göngustígagerð í firðinum. Unnið er að gerð göngustígs að Gufufossi í samstarfi við Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða og mikilvægt að samtal verði á milli aðila svo hægt verði að tengja saman göngustíga og tryggja sem bestu útkomuna fyrir alla.

Seyðisfjörður er mikill ferðamannabær, aðsókn í náttúru og þjónustu er mikil og umferð að sama skapi um núverandi þjóðveg 93 að aukast jafnt og þétt. Það er nokkuð ljóst að mikið rask verður á svæðinu við Gufufoss og því mikilvægt að upplýsingaflæði og samskipti við lykilfólk í atvinnulífinu verði traust bæði á undirbúnings- og framkvæmdatíma.

Núverandi stofnvegur, fyrirhugaður gangamunni, ný veglína og fyrirhugað efnistökusvæði falla innan grannsvæðis vatnsverndarsvæðis Seyðisfjarðar, því er mikilvægt að framkvæmdaraðilar fari í öllu eftir ströngustu varúðarráðstöfunum og virkt eftirlit verði með því að unnið sé ætíð eftir þeim.

Nýrri veglínu er ætlað að jafna hæðarlegu vegarins til Seyðisfjarðar og auka umferðaröryggi.


Samþykkt samhljóma með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 61. fundur - 29.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út þann 25. ágúst síðastliðinn.
Umsagnir bárust frá Náttúrufræðistofnun Íslands, HEF veitum, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og heimastjórn Seyðisfjarðar en umsögn Minjastofnunar Íslands er væntanleg á næstu dögum. Engin athugasemd barst frá almenningi.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 62. fundur - 05.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt á umsögnum og athugasemdum sem bárust við kynningu vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga. Frestur til að skila inn athugasemdum rann út þann 25. ágúst síðastliðinn.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar á grundvelli fyrirliggjandi vinnslutillögu að teknu tilliti til athugasemda og umsagna sem unnið verði úr í samráði við Vegagerðina og umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Benedikt Waren M lista yfirgaf fundinn, inn kom sveitarstjórnarfulltrúi Þröstur Jónsson

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.09.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að láta vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar á grundvelli fyrirliggjandi vinnslutillögu að teknu tilliti til athugasemda og umsagna sem unnið verði úr í samráði við Vegagerðina og umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 75. fundur - 30.01.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðs 2010-2030 fyrir Fjarðarheiðargöng. Skipulagsgögn eru dagsett 27. janúar 2023, sett fram í greinargerð, á þéttbýlisuppdrætti og sveitarfélagsuppdrætti.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 33. fundur - 08.02.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 30.01.2023, þar sem lagt er til við sveitarstjórnar Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga vegna breytingar á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fyrirliggjandi tillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupsstaðar 2010-2030 fyrir Fjarðarheiðargöng verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Auglýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir Fjarðarheiðargöng lauk þann 21. apríl sl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Gerðar hafa verið smávægilegar lagfæringar á skipulagsgögnum í samræmi við ábendingar frá Vegagerðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til samþykktar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 37. fundur - 14.06.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 05.06.23, þar sem aðalskipulagsbreyting vegna Fjarðarheiðargangna var til umfjöllunar

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að lagfæringu á skipulagsgögnum vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir Fjarðarheiðargöng. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?