Fara í efni

Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing fyrir rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs sem unnið er að á svæðinu við Stuðlagil á Jökuldal.
Jafnframt er lagður fram til kynningar samningur milli Múlaþings, Austurbrúar og landeigenda við Stuðlagil um þróun Stuðlagils sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt. Lýsingin verði send heimastjórn Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 06.12.2021

Fyrir liggur skipulagslýsing fyrir rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs sem unnið er að á svæðinu við Stuðlagil á Jökuldal.
Jafnframt er lagður fram til kynningar samningur milli Múlaþings, Austurbrúar og landeigenda við Stuðlagil um þróun Stuðlagils sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.

Eftirfarandi var bókað fundi umhverfis- og framkvæmdráðs 1.12. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt. Lýsingin verði send heimastjórn Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu og fagnar því að verið sé að vinna heildstætt að verkefninu í aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.12.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að skipulagslýsing fyrir rammaskipulag sem unnið er að í kringum Stuðlagil á Jökuldal verði auglýst og kynnt.

Til máls tóku: Helgi H.Ásgrímsson,Hildur þórisdóttir,Berglind H.Svavarsdóttir og Gauti Jóhannesson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing fyrir rammaskipulag sem unnið er að í kringum Stuðlagil á Jökuldal verði auglýst og kynnt. Skipulagsfulltrúa falinn framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51. fundur - 30.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga fyrir rammahluta aðalskipulag Fljótsdalshéraðs vegna uppbyggingar við Stuðlagil. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til kynningar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 21. fundur - 11.04.2022

Fyrir heimastjórn liggur að veita umsögn um vinnslutillagu fyrir rammahluta aðalskipulag Fljótsdalshéraðs vegna uppbyggingar við Stuðlagil.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar að gerður verði rammahluti aðalskipulags Fljótsdalshéraðs sem verði grundvöllur uppbyggingar áfangastaðar við Stuðlagil. Það er mat heimastjórnar að vel sé tekið á áskorunum og viðfangsefnum uppbyggingar á svæðinu í vinnslutillögunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54. fundur - 04.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem fram fór á tímabilinu 7. til 28. apríl 2022.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem borist hafa og samþykkir að vísa þeim til ráðgjafa til frekari úrvinnslu og óskar eftir að fá yfirlit yfir athugasemdir og tillögur að því hvernig lagt er til að brugðist verði við athugasemdum og umsögnum.

Málið áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?