Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 1. fundur - 21.10.2020

Tillaga að afgreiðslu:

Lögð er fram fundargerð af vinnufundi skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins (Alta) með Vegagerðinni. Einnig var á fundinum gert grein fyrir því að verkfræðistofunni Eflu hefur verið falið að vinna fyrir hönd sveitarfélagsins að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 6. fundur - 02.12.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt skipulagsráðgjafa á athugasemdum sem bárust við lýsinguna og tillaga að því hvernig brugðist verður við þeim.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 7. fundur - 16.12.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt skipulagsráðgjafa á athugasemdum sem bárust við lýsinguna og tillaga að því hvernig brugðist verður við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu skipulagsráðgjafa að viðbrögðum við athugasemdum. Skipulagsráðgjafa er falið að vinna áfram að gerð vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi, samhliða gerð umhverfismats fyrir framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 37. fundur - 03.11.2021

Gestir fundarins fóru yfir stöðu mála vegna Fjarðarheiðarganga. Fjallað var um leiðarval og uppfært umferðaröryggismat auk þess sem kynntar voru niðurstöður úr skýrslu um samfélagsáhrif og samantekt á niðurstöðum umhverfismats valkosta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju með þau gögn sem tekin hafa verið saman og upplýsingar sem nú liggja fyrir. Gert er ráð fyrir að frekari kynning muni fara fram á þeim gögnum fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóðaða með handauppréttingu.

Gestir

  • Freyr Pálsson, Vegagerðin
  • Viðar Jónsson, Mannvit
  • Hjalti Jóhannesson, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri
  • Sóley Jónasdóttir, Vegagerðin
  • Erla Björg Aðalsteinsdóttir, VSÓ Ráðgjöf
  • Erna Bára Hreinsdóttir, Vegagerðin
  • Sveinn Sveinsson, Vegagerðin

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46. fundur - 16.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt frá Vegagerðinni úr umhverfismatsskýrslu vegna Fjarðarheiðarganga sem send var til Skipulagsstofnunar í síðustu viku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur fyrir fulltrúa í ráðinu og sveitarstjórn Múlaþings, þar sem fulltrúar Vegagerðarinnar fari yfir forsendur skýrslunnar.

Málið er að öðru leyti áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fulltrúi M-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður hefur lengið verið þeirra skoðunar að norðurleið um Melshorn sé rétta leiðin, að því gefnu að gangamuninn Héraðsmegin verði fyrir ofan Steinholt. Undirritaður telur ótækt er að fara innanbæjar niður Fagradalsbraut með þungaflutninga, sem hafa verið þyrnir í augum bæjarbúa í tugi ára. Enn verra væri að skera framtíðar byggingarland eins og tillaga um miðleið gerir ráð fyrir niður á Vallaveg. Sé ekki verkfræðileg geta til þess að gera gangnamunann við Steinholt, gerir undirritaður kröfu um að könnuð verði vegtenging stystu leið frá Dalhúsum niður á Vallaveg, sem verði með um níuhundruð metra löng göng undir Egilsstaðaháls. Tillaga um þá leið verði lögð fyrir fyrirhugaðan kynningarfund um Fjarðarheiðargöng.

Sveitarstjórn Múlaþings - 21. fundur - 09.03.2022

Farið var yfir kynningarfund sem sveitarstjóri, fulltrúar í sveitarstjórn og umhverfis- og framkvæmdaráði áttu með fulltrúum Vegagerðarinnar, föstudaginn 4. mars sl., þar sem umfjöllunarefnið var aðalvalkostir Vegagerðarinnar og umhverfismat vegtenginga við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Jakob Sigurðsson, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings þakkar þá vönduðu vinnu er Vegagerðin stendur fyrir varðandi umhverfismat og valkosti varðandi mögulegar vegtengingar við Fjarðarheiðargöng. Sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við þær niðurstöður er koma fram í vinnugögnum varðandi verkefnið og leggur áherslu á að Skipulagsstofnun hraði afgreiðslu umsagnar vegna umhverfismatsskýrslu framkvæmdarinnar eins og frekast er unnt þannig að formlegt kynningarferli geti hafist sem fyrst.

Samþykkt með handauppréttingu með 10 atkvæðum, einn var á móti (Þröstur Jónsson).

Jakob Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Mikilvægt er að flýta sem kostur er staðsetningarvali á Lagarfljótsbrú svo hægt sé að koma henni á samgönguáætlun.
Það er ekki langt í að það verði frekari þungatakmarkanir settar á Lagarfljótsbrú.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég lýsi undrun minni á bókun sveitarstjórnar sem hrasar að þeirri ályktun að val Vegagerðarinnar á Suðurleið sé rétt áður en endanleg skýrsla er komin út og áður en nokkur umræða hefur farið fram um þetta stóra mál í samfélaginu.
Það eru mér mikil vonbrigði að Vegagerðin virðist ekkert tillit hafa tekið til athugasemda minna um verðmætt íbúðabyggingaland sem veglína Suðurleiðar sker og eyðileggur.
Það er í verkahring kjörinna fulltrúa að ákveða hvaða leið verður valin, en ekki embættismanna ríkisstofnunar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57. fundur - 21.06.2022

Vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Fjarðarheiðargöng, dagsett 15. júní 2022, lögð fram til kynningar.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.


Sveinn Jónsson (M-lista) lagði fram eftirfarandi bókun:
Við lýsum furðu okkar á framkominni tillögu ALTA að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs m.t. Fjarðarheiðaganga og „stofnvegur að vegtenging við Egilsstaði“. Tillagan byggir á illa ígrunduðum niðurstöðum Umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðaganga frá í apríl 2022 og vali vegagerðarinnar um leiðir frá gangnamunna Héraðsmegin. Niðurstaðan er röng og byggir um margt á rangri framsetningu og rangtúlkun á rannsóknum að baki skýrslunnar. Vinnsla ALTA að aðalskipulagstillögunni er því ótímabær og óþörf sóun á takmörkuðum fjármunum sveitarfélagsins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?