Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

117. fundur 13. maí 2024 kl. 08:30 - 11:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri, Guðlaugur Sæbjörnsson, situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2025.

Málið er áfram í vinnslu.

2.Djúpavogsskóli heimilsfræðistofa

Málsnúmer 202404203Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá 103. fundi fjölskylduráðs þar sem því er vísað til ráðsins að skoða hvort ný heimilisfræðistofa fyrir Djúpavogsskóla rúmist innan fjárhagsramma ársins og hægt væri að hefja framkvæmdir í sumar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að skoða hvort framkvæmdin rúmist innan framkvæmdaráætlun ársins. Málið verður tekið fyrir að nýju.

3.Húsnæðismál Fellaskóla

Málsnúmer 202010623Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá 103. fundi fjölskylduráðs þar sem minnisblaði frá starfshópi um húsnæðismál Fellaskóla er vísað til ráðsins til úrvinnslu. Starfshópurinn leggur til að sviðsmynd 4 í minnisblaði verði valin.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu starfshópsins sem felur í sér að endurnýja og stækka heimilisfræðistofu í Fellaskóla, færa framreiðslueldhús innar í byggingu og bæta loftræstingu í tónmenntastofu. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma henni í framkvæmd og verður tekið af liðunum "Fellaskóli verkgreinastofur" og "Annað óskilgreint".

Samþykkt samhljóða.

4.Fiskeldissjóður, umsóknir 2024

Málsnúmer 202402192Vakta málsnúmer

Lögð eru fram til kynningar svarbréf vegna umsókna Múlaþings í Fiskeldissjóð 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfsmálastjóra að leggja fram tillögu að framkvæmdum við slökkvistöðina á Djúpavogi og leggja fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um byggingarleyfi, Austurvegur 24, 710

Málsnúmer 202404295Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Austurvegur 24 (L154896) á Seyðisfirði.
Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Austurveg 22, 29 og 30 auk Miðtúns 2 og 4.

Samþykkt samhljóða.

6.Vinnuskóli 2024

Málsnúmer 202405065Vakta málsnúmer

Garðyrkjustjóri, Jón Kristófer Arnarson, kynnir fyrirkomulag vegna vinnuskólans 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umsóknarfrestur í vinnuskólann er liðinn og liggur fjöldi umsækjanda fyrir. Gert er ráð fyrir að allir sem sóttu um fái vinnu.
Frestur á Djúpavogi hefur verið framlengdur til 20. maí vegna fárra umsókna.

Jafnframt samþykkir ráðið eftirfarandi tímakaup fyrir hvern árgang:
Nemendur fæddir 2011: 798 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 6 vikur
Nemendur fæddir 2010: 1.197 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 7 vikur
Nemendur fæddir 2009: 1.463 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 10 vikur
Nemendur fæddir 2008: 1.729 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 10 vikur

Samþykkt samhljóða.

7.Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir

Málsnúmer 202211072Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa nýjan fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa Þórhall Borgarsson (D-lista) í stað Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttur (V-lista) í vatnasvæðanefnd fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

8.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu verkefna á sviði skipulags- og byggingarmála.

Lagt fram til kynningar.

9.Ársskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Austurlands 2023

Málsnúmer 202405010Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2023.

Þórhallur Borgarsson (D-lista) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við það verklag hjá Náttúrustofu Austurlands að þegar auglýst eru störf hjá stofnuninni sé aðeins auglýst eftir húsnæði fyrir starfsmanninn á einum stað á starfssvæðinu en ekki á öllu starfssvæðinu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til formanns stjórnar að þessu atriði verði breytt í framtíðinni.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 situr hjá (JB).

Fundi slitið - kl. 11:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?