Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur

Málsnúmer 202501232

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 139. fundur - 03.02.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga, dags. 20.01.25, að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna nýrrar akbrautar. Tillagan er unnin af Verkís fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vill vekja athygli málsaðila á því að áfram verði gert ráð fyrir gönguleið meðfram Eyvindará.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 06.02.2025

Fyrir liggur tillaga, dagsett 20.01.2025, að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna nýrrar akbrautar. Tillagan er unnin af Verkís fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3.2.2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vill vekja athygli málsaðila á því að áfram verði gert ráð fyrir gönguleið meðfram Eyvindará.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 153. fundur - 16.06.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Kynningu vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna framkvæmda við nýja akbraut lauk 11. júní sl. Athugasemd barst frá Philip Filippus Vogler en engin umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, Rarik eða HEF veitum.
Mál áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 163. fundur - 06.10.2025

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar, dags. 22. september 2025, fyrir breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna nýrra akbrautar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 63. fundur - 09.10.2025

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar, dags. 22. september 2025, fyrir breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna nýrra akbrautar.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 6.10.2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga Egilsstaðaflugvallar vegna nýrra akbrautar verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?