Fara í efni

Byggingarnefnd menningarhúss, Safnahús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202211078

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa fulltrúa í byggingarnefnd menningarhúsa á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að endurskipa í byggingarnefnd Menningarhúss á Egilsstöðum. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að óska eftir tilnefningum og endurskoða erindisbréf nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 76. fundur - 13.02.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að erindisbréfi byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að gera breytingar á erindisbréfi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 77. fundur - 20.02.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppfærðu erindisbréfi byggingarnefndar menningarhúss vegna Safnahúss á Egilsstöðum, ásamt tilnefningum um fulltrúa í nefndina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi bygginganefndar. Jafnframt samþykkir ráðið eftirfarandi fulltrúa í hópinn: Aðalheiður Björt Unnarsdóttir fyrir hönd B-lista, Heiðdís Halla Bjarnadóttir fyrir hönd V-lista, Rúnar Ingi Hjartarson fyrir hönd L-lista, Hannes Karl Hilmarsson fyrir M-lista og Oddný Björk Daníelsdóttir fyrir hönd D-lista sem einnig verður formaður nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 82. fundur - 17.04.2023

Fundargerð frá 1. fundi bygginganefndar menningarhúss vegna Safnahúss á Egilsstöðum lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 45. fundur - 04.04.2024

Á fundinn undir þessum lið mætti Rúnar Matthíasson, á umhverfis- og framkvæmdasviði sem fór yfir stöðuna á framkvæmdum við Safnahúsið á Egilsstöðum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar Rúnari fyrir kynninguna.
Getum við bætt efni þessarar síðu?