Fara í efni

Byggingarnefnd menningarhúss, Safnahús á Egilsstöðum

Málsnúmer 202211078

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa fulltrúa í byggingarnefnd menningarhúsa á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að endurskipa í byggingarnefnd Menningarhúss á Egilsstöðum. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að óska eftir tilnefningum og endurskoða erindisbréf nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 76. fundur - 13.02.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að erindisbréfi byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að gera breytingar á erindisbréfi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.



Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 77. fundur - 20.02.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppfærðu erindisbréfi byggingarnefndar menningarhúss vegna Safnahúss á Egilsstöðum, ásamt tilnefningum um fulltrúa í nefndina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi bygginganefndar. Jafnframt samþykkir ráðið eftirfarandi fulltrúa í hópinn: Aðalheiður Björt Unnarsdóttir fyrir hönd B-lista, Heiðdís Halla Bjarnadóttir fyrir hönd V-lista, Rúnar Ingi Hjartarson fyrir hönd L-lista, Hannes Karl Hilmarsson fyrir M-lista og Oddný Björk Daníelsdóttir fyrir hönd D-lista sem einnig verður formaður nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 82. fundur - 17.04.2023

Fundargerð frá 1. fundi bygginganefndar menningarhúss vegna Safnahúss á Egilsstöðum lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 45. fundur - 04.04.2024

Á fundinn undir þessum lið mætti Rúnar Matthíasson, á umhverfis- og framkvæmdasviði sem fór yfir stöðuna á framkvæmdum við Safnahúsið á Egilsstöðum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar Rúnari fyrir kynninguna.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 139. fundur - 03.02.2025

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið og kynnir stöðu verkefnis um viðbyggingu við Safnahúsið á Egilsstöðum.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 153. fundur - 16.06.2025

Lagðar eru fram til kynningar fundagerðir frá 2. og 3. fundi bygginganefndar menningarhúss. Formaður nefndarinnar hefur óskað eftir því að falla frá formennsku í nefndinni og liggur fyrir að skipa nýjan formann. Einnig liggur fyrir að gera breytingar á erindisbréfi nefndarinnar sem fela í sér að í stað atvinnu- og menningarmálastjóra muni deildarstjóri menningarmála starfa með nefndinni.

Jafnframt er lögð fram fundargerð frá fagráði Minjasafns Austurlands, dags. 2. júní 2025, þar sem því er beint til byggingarnefndar menningarhúss að koma stækkun Safnahússins sem fyrst í útboð. Sjá lið 4. í fyrirliggjandi fundargerð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að breytingu á erindisbréfi bygginganefndar. Jafnframt er samþykkt tillaga minnihlutans að skipa Þórhall Borgarsson sem formann nefndarinnar í stað Oddnýjar Bjarkar Daníelsdóttur.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 156. fundur - 07.07.2025

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja fundargerðir frá fundum bygginganefndar dags. 27. júní og 2. júlí sl. auk verklýsingar og útboðsgagna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða út verkefnið í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Jafnframt samþykkir ráðið að vísa fyrirliggjandi breytingum á kostnaðaráætlun verkefnisins til endurskoðunar á fjárfestingaráætlun.

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 165. fundur - 27.10.2025

Fyrir liggur fundargerð frá Byggingarnefnd menningarhúss frá 21. október, þar sem rædd var afstaða til þeirra tilboða sem bárust.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að lægsta tilboði verði tekið, tilboði MVA, og vísar því til sveitastjóra að undirrita samningana í samræmi við ákvörðun ráðsins.

Samþykkt samhljóma.

Getum við bætt efni þessarar síðu?