Fara í efni

Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 131. fundur - 28.10.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að kynna fyrirhugaðar reglur, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum, fyrir heimastjórnum og verður málið tekið fyrir að nýju þegar umsagnir þeirra liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 50. fundur - 07.11.2024

Verkefnastjóri umhverfismála Stefán Aspar Stefánsson situr fundinn undir þessum lið. Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar Stefáni A. Stefánsyni kærlega fyrir góða yfirferð á drögum að reglum og veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi. Heimastjórn leggur til að viðurkenningar verði veittar á íbúafundum á haustin eða á Haustroða. Heimastjórn lýsir yfir ánægju með verkefnið.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 52. fundur - 07.11.2024

Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga Múlaþings.
Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til að 3. grein tillagnanna um reglur um veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi
verði breytt þannig að flokkar viðurkenningar verði þrír en ekki tveir. Til viðbótar verði bætt flokknum Snyrtilegt og fallegt lögbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 52. fundur - 08.11.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið. Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga.
Heimastjórn Borgarfjarðar tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og leggur til að 3. grein tillagnanna um reglur um veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi
verði breytt þannig að flokkar viðurkenninga verði þrír en ekki tveir. Til viðbótar verði bætt flokknum Snyrtilegt og fallegt lögbýli. Enn fremur að hugað verði að landfræðilegri dreifingu viðurkenninganna.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 14:15

Heimastjórn Djúpavogs - 55. fundur - 05.12.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið. Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi.
Heimastjórn leggur á það áherslu að liðurinn "Snyrtilegt og fallegt býli eða jörð" verði áfram inni í reglunum um umhverfisviðurkenningar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 154. fundur - 23.06.2025

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að reglum, ásamt minnisblaði, um veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur verkefnastjóra umhverfismála að auglýsa eftir tilnefningum í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

Heimastjórn Djúpavogs - 62. fundur - 12.08.2025

Stefán Aspar Stefánsson kemur inn á fundinn til að kynna umhverfisviðurkenningar í Múlaþingi 2025
Heimastjórn hvetur íbúa gamla Djúpavogshrepps til að tilnefna aðila til umhverfisviðurkenninga 2025, en einungis ein tilnefning er kominn inn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 61. fundur - 14.08.2025

Á fundinn undir þessum lið kemur Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Stefán kynnti fyrirkomulag umhverfisviðurkenninga Múlaþings. Einnig var farið yfir tilnefningar sem hafa borist. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Heimastjórn Borgarfjarðar - 61. fundur - 15.08.2025

Á fundinn undir þessum lið kom Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála.
Stefán kynnti fyrirkomulag umhverfisviðurkenninga Múlaþings. Aðeins ein tilnefning hefur borist og hvetur heimastjórn íbúa gamla Borgarfjarðarhrepps til að nýta sér framlengdan frest til 25. ágúst og skila inn tilnefningum á netfangið umhverfisfulltrui@mulathing.is. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:00

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 59. fundur - 15.08.2025

Inn á fundinn undir þessum lið kom Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Stefáni, fyrir kynninguna á fyrirkomulagi á umhverfisviðurkenningum Múlaþings. Farið var yfir tilnefningar sem borist hafa og verður málið tekið aftur fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 60. fundur - 04.09.2025

Fyrir liggja tilnefningar frá íbúum vegna umhverfisviðurkenninga Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn þakkar fyrir innsendar tilnefningar. Heimastjórn hefur valið úr og tilnefnt í þá þrjá flokka sem hljóta viðurkenningar og felur starfsmanni að koma þeim á framfæri við verkefnastjóra umhverfismála Múlaþings. Umhverfis-og framkvæmdaráð mun svo velja úr tilnefningum heimastjórna í flokkunum: íbúðalóð, fyrirtækjalóð og lögbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 62. fundur - 04.09.2025

Fyrir liggja tilnefningar frá almenningi vegna umhverfisviðurkenninga. Inn á fundinn undir þessum lið mætir Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar fyrir innsendar tilnefningar. Heimastjórn hefur valið úr og tilnefnt í þá þrjá flokka sem hljóta viðurkenningar og felur starfsmanni að koma þeim á framfæri við verkefnastjóra umhverfismála Múlaþings. Umhverfis-og framkvæmdaráð mun svo velja úr tilnefningum heimastjórna í flokkunum: íbúðalóð, fyrirtækjalóð og lögbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 62. fundur - 15.09.2025

Fyrir liggja tilnefningar frá almenningi vegna umhverfisviðurkenninga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Borgarfjarðar þakkar fyrir innsendar tilnefningar. Heimastjórn hefur valið úr og tilnefnt í þá þrjá flokka sem hljóta viðurkenningar og felur starfsmanni að koma þeim á framfæri við verkefnastjóra umhverfismála. Umhverfis-og framkvæmdaráð mun svo velja úr tilnefningum heimastjórna í flokkunum íbúðalóð, fyrirtækjalóð og lögbýli.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 164. fundur - 20.10.2025

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Framlagðar tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Múlaþings 2025.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir veitingu umhverfisviðurkenninga í samræmi við umræður á fundinum og felur formanni umhverfis- og framkvæmdaráðs og verkefnastjóra umhverfismála að veita viðurkenninguna. Ráðið þakkar tilnefningarnar og hvetur íbúa til að senda inn tilnefningar á næsta ári.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?