Fara í efni

Ærslabelgur á Egilsstöðum

Málsnúmer 202104277

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 5. fundur - 03.05.2021

Fram fóru umræður um mögulegan ærlsabelg á Egilsstöðum. Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar umræðu um ærslabelg til þessa. Ungmennaráð er jákvætt gagnvart hugmyndinni um að ærslabelgur verði settur upp á Egilsstöðum. Ráðið leggur jafnframt sérstaka áherslu á að belgurinn verði staðsettur miðsvæðis í þéttbýli bæjarins, t.a.m. í Bjarnadalnum, í Tjarnagarðinum, aftan við Egilsstaðaskóla eða í Pósthúsgarðinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 22. fundur - 19.05.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun ungmennaráðs um ærslabelg á Egilsstöðum. Þá greindi verkefnastjóri umhverfismála frá samtölum við aðila sem eru áhugasamir um að koma upp ærslabelg í bænum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir sig fylgjandi því að fundinn verði staður fyrir ærslabelg á Egilsstöðum og bendir á æskilega staðsetningu við Samfélagssmiðjuna eða í Tjarnargarði næst Safnahúsinu. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 9. fundur - 31.05.2021

Fyrir liggur bókun ungmennaráðs frá 3.5. 2021 um ærslabelg á Egilsstöðum. Einnig liggur fyrir eftirfarandi bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19.5. 2021:

Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir sig fylgjandi því að fundinn verði staður fyrir ærslabelg á Egilsstöðum og bendir á æskilega staðsetningu við Samfélagssmiðjuna eða í Tjarnargarði næst Safnahúsinu. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til frekari umfjöllunar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir hugmyndir umhverfis- og framkvæmdaráðs um staðsetningu ærslabelgs í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Heimastjórnin bendir einnig á að skoða megi mögulega staðsetningu ærslabelgs sunnan megin við sundlaugina á Egilsstöðum og við íþróttavöllinn í Fellabæ.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 25. fundur - 16.06.2021

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs vísaði ákvörðun um staðsetningu ærslabelgjar á Egilsstöðum aftur til umhverfis- og framkvæmdaráðs og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til staðsetningar og málsmeðferðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð ákveður að stefna skuli að staðsetningu ærslabelgs innan skilgreinds íþróttasvæðis við Vilhjálmsvöll. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem umrædd framkvæmd er á opnu svæði sem skilgreint er sem íþróttasvæði í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Ráðið fagnar framtaki umsækjanda við að koma upp ærslabelg á Egilsstöðum og samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna uppsetningu belgsins á umræddum stað. Jafnframt samþykkir umhverfis og framkvæmdaráð að sveitarfélagið muni taka við ærslabelgnum að uppsetningu lokinni og sjá um viðhald og rekstur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 28. fundur - 11.08.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Hrefnu Björnsdóttur og Sverri Rafni Reynissyni dagsett 8. ágúst 2021 varðandi fyrirhugaða staðsetningu ærslabelgjar á Egilsstöðum.

Málið er í vinnslu.

Ungmennaráð Múlaþings - 7. fundur - 07.09.2021

Ungmennaráð fagnar áformum um uppsetningu ærslabelgs á Egilsstöðum. Aftur á móti lýsir ráðið yfir vonbrigðum með fyrirhugaða staðsetningu belgsins á æfingasvæði Vilhjálmsvallar. Fyrirhuguð staðsetning er annars vegar hættuleg notendum belgsins vegna þeirrar staðreyndar að þar er t.a.m. æft sleggjukast. Hins vegar skerðir fyrirhugað leiksvæði kastsvæðið, sem m.a. íslandsmethafi í sleggjukasti unglinga notar. Ungmennaráð leggur til að staðsetning belgsins verði endurskoðuð af umhverfis- og framkvæmdaráði. Þá er ráðið tilbúið að bjóða fram aðstoð sína við þessa endurskoðun, t.d. með því að senda fulltrúi frá ungmennum á fund umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33. fundur - 29.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun Ungmennaráðs Múlaþings varðandi fyrirhugaða staðsetningu ærslabelgjar á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með hliðsjón af fram komnum athugasemdum ungmennaráðs og iðkenda hjá frjálsíþróttadeild Hattar samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá áður áformaðri staðsetningu fyrir ærslabelg á Vilhjálmsvelli. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að kanna aðrar mögulegar staðsetningar og leita eftir tillögum frá ungmennaráði Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 8. fundur - 21.10.2021

Ungmennaráð fagnar ákvörðun umhverfis- og framkvæmdaráðs um að hafa fallið áformum sínum um að staðsetja ærslabelg á kastsvæði við Vilhjálmsvöll.
Samkvæmt bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs skal ungmennaráð stinga upp á mögulegum staðsetningum. Þær eru sem hér segir.

1. Svæðið milli körfuboltavallar og íþróttamiðstöðvar, samanber mynd 1.
2. Í Tjarnargarði, samanber mynd 2.
3. Í Bjarnadal, samanber mynd 3.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 9. fundur - 29.11.2021

Undir þessum lið kom Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, og kynnti þær tillögur sem fyrir liggja varðandi staðsetningu ærslabelgs á Egilsstöðum.

Ungmennaráð ræddi tillögurnar og leggur til að ærslabelgur verði staðsettur í Tjarnargarði, á svæði C á meðfylgjandi skjali. Telur ráðið að sú staðsetning geti haft í för með sér áframhaldandi uppbyggingu afþreyingar á svæðinu. Eins er framkvæmdin einföld, aðgengi að svæðinu er gott og belgurinn yrði vel sýnilegur fyrir ferðafólk á Egilsstöðum.

Samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 41. fundur - 15.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá ungmennaráði Múlaþings sem leggur til að ærslabelgur verði staðsettur í Tjarnargarði, á svæði C á meðfylgjandi skjali. Ungmennaráð telur að sú staðsetning geti haft í för með sér áframhaldandi uppbyggingu afþreyingar á svæðinu. Framkvæmdin er einföld, aðgengi að svæðinu gott og belgurinn vel sýnilegur ferðafólki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu ungmennaráðs að staðsetningu ærslabelgs á Egilsstöðum. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að vera í sambandi við þá aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að koma að uppsetningu belgsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 14. fundur - 27.04.2022

Nýlega var ákveðið að setja upp ærslabelg í Tjarnargarði á Egilsstöðum. Var ungmennaráði falið að leggja til svæði fyrir annan ærslabelg á Fljótsdalshéraði.

Ungmennaráð leggur til að nýr ærslabelgur verði staðsettur sunnan við Fellavöll. Eins leggur ráðið til að á svæðið verði settir bekkir og annað sem gerir svæðið aðlaðandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Múlaþings - 15. fundur - 21.06.2022

Ungmennaráð Múlaþings lýsir yfir ánægju með að langþráður ærslabelgur sé risinn í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum og fagnar því að umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hafi tekið ráðleggingum ungmennaráðs varðandi staðsetningu belgjarins.

Þá leggur ungmennaráð áherslu á að ljúka sem fyrst uppsetningu ærslabelgjar í Fellabæ.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?